473. fundur 30. júlí 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Rarik götulýsing

Málsnúmer 1507026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn til Rarik ásamt teikningu um götulýsingu við Sólvelli.

Samþykkt samhljóða.

2.Íbúð eldri borgara að Hrannarstíg 34

Málsnúmer 1507024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samkomulag um uppsögn á búseturéttarsamningi og aflýsing vegna Hrannarstígs 34.

3.Íbúð eldri borgara að Hrannarstíg 38

Málsnúmer 1505030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samkomulag um uppsögn á búseturéttarsamningi og aflýsing vegna Hrannarstígs 38.

4.Stjórnarfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1507023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 20.07.2015.

5.Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1305011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 20.07.2015. Framhaldsaðalfundur verður haldinn 31.08.2015.

Lagt til að tilnefndir fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar (EYS) verði Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Bergþóra Björnsdóttir. Jafnframt lagt til að Sigurlaug R. Sævarsdóttir og Hinrik Konráðsson verði varafulltrúar í stjórn EYS.

Samþykkt samhljóða.

6.Skýrsla um ytra mat á Grunnskóla Grundarfjarðar 2015

Málsnúmer 1507022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Samningur um leigu á þurrsalernum

Málsnúmer 1507020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Leikskólinn - húsnæðismál

Málsnúmer 1507028Vakta málsnúmer

Vegna fjölgunar barna hafa verið skoðaðir möguleikar á að rýmka húsnæði leikskólans og leita þarf lausna til framtíðar. Umræður um málið.

Bæjarstjóra falið að boða leikskólastjóra á næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Skipulags- og byggingafulltrúi

Málsnúmer 1506023Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um starf skipulags- og byggingafulltrúa. Umsóknarfrestur rann út 24. júlí sl. Ein umsókn barst í starfið.

Bæjarstjóra falið að leita eftir samningum við umsækjanda í samræmi við umræðu á fundinum.

10.Heilbrigðisstofnun Vesturlands, læknamál

Málsnúmer 1507027Vakta málsnúmer

Lögð fram bréfleg samskipti Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og bæjaryfirvalda dags. 21. og 22. júlí sl., varðandi læknamál í Grundarfirði. Þar óska bæjaryfirvöld eftir því að tryggt verði að læknisþjónusta verði fyrir hendi í Grundarfirði á bæjarhátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði. Í svari heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að hvorki var um það að ræða að í bæjarfélaginu væri boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðings né læknis þessa helgi.

Bókun:
“Bæjarráð Grundafjarðar telur engan veginn hægt að una því að ekki sé tryggð læknisþjónusta, né þjónusta hjúkrunarfræðings í bæjarfélaginu við aðstæður eins og voru umrædda helgi. Þess er krafist að Heilbrigðisstofnun Vesturlands tryggi að þessi mikilvæga þjónusta, sem lækna -og hjúkrunarþjónusta er, verði framvegis til staðar í Grundarfirði jafnt sem öðrum nágrannasveitarfélögum svo jafnræðis sé gætt.”

Samþykkt samhljóða.

11.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulagsbreytingar á Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 17.07.2015, unnið af Pacta lögmönnum með rökstuðningi fyrir þeim skipulagsbreytingum sem unnið er að í tónlistarskólanum. Bréfið er svar við fyrirspurn lögfræðings Kennarasambands Íslands. Jafnframt gerð grein fyrir því hvernig faglegu starfi innan tónlistarskólans verði fyrirkomið.

13.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarins dags. 10.07.2015 varðandi samning Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Grundarfjarðarbæjar um uppbyggingu og rekstur hitaveitu í Grundarfirði. Í bréfinu er þess ítrekað krafist að OR standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum og uppfylli ákvæði hans svo ekki þurfi að grípa til annarra ráða. Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að vinna áfram að málinu.

14.Fráveita við Sólvelli

Málsnúmer 1507009Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur um fráveitu við Sólvelli milli Grundarfjarðarbæjar og Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. Byggingarfulltrúa og bæjarstjóra hafði verið falið að ganga til samninga við fyrirtækið.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

15.Sýslumaður Snæfellinga. Umsögn um rekstrarleyfi að Bjargarsteini

Málsnúmer 1507025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sýslumanni Snæfellinga, varðandi umsögn um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Sólvöllum 15. Fyrir liggja umsagnir byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

16.Ártún 1 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1503036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 09.07.2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Ártúni 1, iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár. Í bréfinu gerir stofnunin athugasemdir vegna form- og efnisgalla.

Lögð fram breytt deiliskipulagstillaga dags. 24.07.2015 frá Egg arkitektum þar sem tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.

Lögð fram svofelld bókun: “Vegna ábendinga er varða form- og efnisgalla í bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 9.7.2015, vegna deiliskipulagsbreytinga við Ártún 1 samþykkir bæjarráð breyttan deiliskipulagsuppdrátt frá Egg arkitektum með breytingardagsetningu 24.7.2015. Á uppdrættinum er tekið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og að lokum auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.”

Samþykkt samhljóða.

17.Hafnarstjórn - 6

Málsnúmer 1507005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Laun - áætlun og raun

Málsnúmer 1502027Vakta málsnúmer

Lögð fram launaáætlun miðað við raunlaun fyrstu sex mánuði ársins. Heildarlaunagreiðslur eru um 17,2 millj. kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

19.Rekstraryfirlit

Málsnúmer 1501027Vakta málsnúmer

Lagt fram og yfirfarið rekstraryfirlit frá byrjun árs til 29.07.2015 miðað við stöðu bókhalds.

20.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Áætlað uppgjör 2015

Málsnúmer 1507021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.