Lagt fram tilboð skv. verðkönnun frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf., vegna endurnýjunar á fráveitu við Sólvelli. Tilboðsfjárhæðin er 6.670 þús. kr. eftir endurútreikning.
Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarstjóra heimild til að semja um verkið við viðkomandi á grundvelli kostnaðaráætlunar.
Lagður fram verksamningur um fráveitu við Sólvelli milli Grundarfjarðarbæjar og Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. Byggingarfulltrúa og bæjarstjóra hafði verið falið að ganga til samninga við fyrirtækið.
Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarstjóra heimild til að semja um verkið við viðkomandi á grundvelli kostnaðaráætlunar.