JÓK vék af fundi undir þessum lið. Lögð fram og farið yfir rekstrarúttekt á Tónlistarskóla Grundarfjarðar unnin af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn í apríl 2015.
Í úttektinni er vel farið yfir rekstur tónlistarskólans eins og hann er í dag, rekstrarkostnað, stöðugildi og nemendaígildi. Niðurstaða úttektarinnar er í megin efnum sú að skólinn býður upp á fjölþætt og gott tónlistarnám. Rekstrarkostnaður skólans er hár samanborið við sambærilega skóla. Stöðugildi tónlistarskólakennara eru ekki fullnýtt enda hefur nemendum við skólann farið fækkandi. Af þessum sökum ætti að vera unnt að fækka stöðugildum kennara við skólann án þess að þjónusta hans skerðist. Í úttektinni er lagt til að á grundvelli hagræðingar verði ráðist í skipulagsbreytingar á skólanum.
Bókun bæjarráðs: ”Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingar á Tónlistarskóla Grundarfjarðar á grundvelli hugmynda sem fram koma í rekstrarúttekt dags. í apríl 2015, sem unnin er af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn.
Skipulagsbreytingarnar verði unnar í krafti hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, þó með það að leiðarljósi að gæði skólastarfsins verði áfram góð. Miðað við það er ljóst að að fækka þarf stöðugildum við skólann og gera breytingar á fyrirkomulagi stjórnunar hans.“
Lögð fram rekstrarúttekt dags. í apríl 2015 sem unnin er af Grundarfjarðarbæ í samráði við lögfræðistofuna Pacta. Jafnframt lagt fram minnisblað Pacta frá 7. maí sl. um málefnið.
Á grundvelli framlagðra gagna og umræðna á fundinum samþykkir bæjarstjórn Grundarfjarðar að fela bæjarstjóra að útfæra tillögur að skipulagsbreytingum á Tónlistarskóla Grundarfjarðar í samráði við lögfræðistofuna Pacta. Skipulagsbreytingarnar verði unnar með það í huga að hagræða í rekstri skólans. Í rekstrarúttektinni kemur fram að unnt sé að lækka launakostnað með fækkun stöðugilda án þess að þjónustustig skólans skerðist. Í rekstrarúttekt Haraldar L. Haraldssonar á stofnunum sveitarfélagsins árið 2012 kemur jafnframt fram að unnt sé lækka kostnað við rekstur tónlistarskólans. Miðað skal við að vinnu við skipulagsbreytingarnar verði flýtt eins og kostur er.
Lagt fram minnisblað frá Lögmannsstofunni Pacta lögmönnum með tillögum til hagræðingar í rekstri Tónlistarskóla Grundarfjarðar í kjölfar úttektar á skólanum.
Lögð fram tillaga um að skólastjóri grunnskólans stýri sameiginlega Grunnskóla Grundarfjarðar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Stjórnun skólanna verði þannig sameinuð undir stjórn eins skólastjóra. Með því fyrirkomulagi má ná fram aukinni hagræðingu í rekstri skólanna og þar með auknum samlegðaráhrifum.
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að skipuleggja hvernig faglegri stjórnun tónlistarskólans verði best fyrir komið.
Lagt fram bréf dags. 17.07.2015, unnið af Pacta lögmönnum með rökstuðningi fyrir þeim skipulagsbreytingum sem unnið er að í tónlistarskólanum. Bréfið er svar við fyrirspurn lögfræðings Kennarasambands Íslands. Jafnframt gerð grein fyrir því hvernig faglegu starfi innan tónlistarskólans verði fyrirkomið.
Lögð fram og farið yfir rekstrarúttekt á Tónlistarskóla Grundarfjarðar unnin af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn í apríl 2015.
Í úttektinni er vel farið yfir rekstur tónlistarskólans eins og hann er í dag, rekstrarkostnað, stöðugildi og nemendaígildi. Niðurstaða úttektarinnar er í megin efnum sú að skólinn býður upp á fjölþætt og gott tónlistarnám. Rekstrarkostnaður skólans er hár samanborið við sambærilega skóla. Stöðugildi tónlistarskólakennara eru ekki fullnýtt enda hefur nemendum við skólann farið fækkandi. Af þessum sökum ætti að vera unnt að fækka stöðugildum kennara við skólann án þess að þjónusta hans skerðist. Í úttektinni er lagt til að á grundvelli hagræðingar verði ráðist í skipulagsbreytingar á skólanum.
Bókun bæjarráðs:
”Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingar á Tónlistarskóla Grundarfjarðar á grundvelli hugmynda sem fram koma í rekstrarúttekt dags. í apríl 2015, sem unnin er af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn.
Skipulagsbreytingarnar verði unnar í krafti hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, þó með það að leiðarljósi að gæði skólastarfsins verði áfram góð. Miðað við það er ljóst að að fækka þarf stöðugildum við skólann og gera breytingar á fyrirkomulagi stjórnunar hans.“
Samþykkt samhljóða.
JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.