Málsnúmer 1507027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 473. fundur - 30.07.2015

Lögð fram bréfleg samskipti Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og bæjaryfirvalda dags. 21. og 22. júlí sl., varðandi læknamál í Grundarfirði. Þar óska bæjaryfirvöld eftir því að tryggt verði að læknisþjónusta verði fyrir hendi í Grundarfirði á bæjarhátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði. Í svari heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að hvorki var um það að ræða að í bæjarfélaginu væri boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðings né læknis þessa helgi.

Bókun:
“Bæjarráð Grundafjarðar telur engan veginn hægt að una því að ekki sé tryggð læknisþjónusta, né þjónusta hjúkrunarfræðings í bæjarfélaginu við aðstæður eins og voru umrædda helgi. Þess er krafist að Heilbrigðisstofnun Vesturlands tryggi að þessi mikilvæga þjónusta, sem lækna -og hjúkrunarþjónusta er, verði framvegis til staðar í Grundarfirði jafnt sem öðrum nágrannasveitarfélögum svo jafnræðis sé gætt.”

Samþykkt samhljóða.