469. fundur 30. apríl 2015 kl. 16:30 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Landssamband smábátaeigenda, bréf dags. 24. apríl sl.

Málsnúmer 1504046Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landssambandi smábátaeigenda dags. 24. apríl sl, varðandi strandveiðar þar sem hvatt er til þess að strandveiðikvóti verði aukinn um 2.000 tonn.

Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og hvetur ráðherra atvinnumála til góðra verka í þessu máli. Jafnframt hvetur bæjarráð ráðherra til að nota þau tækifæri sem felast í góðu ástandi fiskistofna miðað við síðustu stofnmælingar að auka þorskkvóta upp í að lágmarki 250 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Ennfremur verði nýtt það svigrúm sem skapast hefur til að auka veiðiheimildir í öðrum fisktegundum á grundvelli stofnmælinga.

2.Tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015

3.Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2015

Málsnúmer 1503053Vakta málsnúmer

Lagt fram og samþykkt.

4.Minnisblað vegna fundar með menntamálaráðherra varðandi Fjölbrautaskóla Snæfellinga

5.SSV fundur um málefnið "Viltu taka þátt í að móta framtíð Vesturlands" 4. maí nk.

Málsnúmer 1504045Vakta málsnúmer

Fulltúrar bæjarins munu mæta á fundinn.

6.Svæðisgarður Snæfellsness, leigusamningur Grundargötu 30

7.Samningur um fánaumsýslu 2015-2016

8.Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 22.04.2015 varðandi skil á ársreikningi

9.Staðfesting á útsvarsprósentu

10.Sumarstörf námsmanna styrkt hjá Vinnumálastofnun 2015

11.Ráðgjafasamningur við Ónyx ehf.

12.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 19. júní nk.

Málsnúmer 1504044Vakta málsnúmer

Rætt hefur verið um að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 19. júní nk. með því að gefa frí hálfan dag og eða með öðrum hætti. Vitað er að nokkur sveitarfélög munu gefa frí frá hádegi þennan dag.

”Bæjarráð samþykkir í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 19. júní 2015 að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins frí hálfan þann dag, sé unnt að koma því við vegna starfsemi viðkomandi stofnunar.“

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða, en mælist til að ákvörðunin verði vel kynnt sérstaklega í þeim stofnunum þar sem börn og einstaklingar eru þjónustaðir.

13.Greiðsluáætlun 2015

Málsnúmer 1504034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Snæfell, meistaraflokkur kvenna í körfubolta

Málsnúmer 1504043Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar meistaraflokki kvenna í körfubolta hjá Snæfelli til hamingju með Íslandsmeistaratitil í körfubolta, sem innsiglaður var í Stykkishólmi síðastliðið mánudagskvöld með 3-0 sigri á Keflavíkurstúlkum í úrslitaeinvígi milli liðana. Þetta er annað árið í röð sem Snæfellskonur verða Íslandsmeistarar. Sannarlega glæsilegur árangur.

15.Marta Magnúsdóttir, ferð á Norðurpólinn

Málsnúmer 1504042Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með árangur Mörtu Magnúsdóttur, en hún tók þátt í keppni þar sem 150 þátttakendur tókust á um að hreppa ferð til Norðurpólsins. Marta hafnaði í einu af fimm efstu sætunum og vann sér þar með rétt til ferðarinnar. Um leið og Mörtu er óskað til hamingju með þennan góða árangur er henni þakkað fyrir að halda merkjum Grundarfjarðarbæjar á lofti í ferðinni.

16.Heiðrún SH-198, forkaupsréttur

Málsnúmer 1504022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 17. apríl sl. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Heiðrúnu SH-198 til samræmis við lög um forkaupsrétt. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Heiðrúnu SH-198.

17.Lánasjóður sveitarfélaga, lánsheimild

Málsnúmer 1504041Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að taka allt að 60.000 þús. kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Fyrir fundinum lá yfirlit yfir lánskjör sjóðsins í mismunandi tegundir lána.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
”Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2015, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þorsteini Steinssyni kt. 110254-4239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

Samþykkt samhljóða.

18.Lögreglumál, framtíðarsýn

Málsnúmer 1504040Vakta málsnúmer

Greint var frá því að fulltrúar Grundarfjarðarbæjar hefðu átt fund með lögregluyfirvöldum á Vesturlandi. Á fundinum var farið yfir hvernig þjónusta lögreglu í Grundarfirði yrði best fyrirkomið. Í þeim efnum var lögð á það áhersla að reynt yrði að tryggja það að starfandi lögreglumaður myndi eiga búsetu í Grundarfirði.

Fundarmenn voru sammála um að reynt yrði að koma því við.

19.Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, umsögn

Málsnúmer 1504039Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er lagt til að frá og með árinu 2016 verði með auknum niðurgreiðslum tryggt að flutningur og dreifing á raforku til hitunar á íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma.

Tillaga að bókun:
”Bæjarráð Grundarfjarðar fagnar frumvarpi til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002, sbr. þingskjal 1172, mál 698, með síðari breytingum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að að tryggt verði frá og með árinu 2016 að flutningur og dreifing á raforku til húshitunar íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma.

Bæjarráð leggur eindregið til að frumvarpið verði samþykkt, en með þeirri breytingu að það nái einnig til niðurgreiðslu á opinberum byggingum í eigu sveitarfélaga á köldum svæðum, s.s. skóla, sundlauga og annarra þeirra bygginga sem notaðar eru í þjónustu við íbúa viðkomandi sveitarfélaga og að niðurgreiðslan verði miðuð við húshitunarkostnað á svæðum með meðaldýra hitaveitu.“

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna og felur bæjarstjóra að senda umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis er greini frá efni samþykktarinnar.

20.Tónlistarskóli Grundarfjarðar, rekstrarúttekt

Málsnúmer 1504038Vakta málsnúmer

JÓK vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram og farið yfir rekstrarúttekt á Tónlistarskóla Grundarfjarðar unnin af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn í apríl 2015.

Í úttektinni er vel farið yfir rekstur tónlistarskólans eins og hann er í dag, rekstrarkostnað, stöðugildi og nemendaígildi. Niðurstaða úttektarinnar er í megin efnum sú að skólinn býður upp á fjölþætt og gott tónlistarnám. Rekstrarkostnaður skólans er hár samanborið við sambærilega skóla. Stöðugildi tónlistarskólakennara eru ekki fullnýtt enda hefur nemendum við skólann farið fækkandi. Af þessum sökum ætti að vera unnt að fækka stöðugildum kennara við skólann án þess að þjónusta hans skerðist. Í úttektinni er lagt til að á grundvelli hagræðingar verði ráðist í skipulagsbreytingar á skólanum.

Bókun bæjarráðs:
”Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingar á Tónlistarskóla Grundarfjarðar á grundvelli hugmynda sem fram koma í rekstrarúttekt dags. í apríl 2015, sem unnin er af Grundarfjarðarbæ í samráði við Pacta lögmenn.

Skipulagsbreytingarnar verði unnar í krafti hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, þó með það að leiðarljósi að gæði skólastarfsins verði áfram góð. Miðað við það er ljóst að að fækka þarf stöðugildum við skólann og gera breytingar á fyrirkomulagi stjórnunar hans.“

Samþykkt samhljóða.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

21.Framkvæmdir ársins 2015

Málsnúmer 1503055Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins.

22.Tillaga um afskrift viðskiptakrafna

Málsnúmer 1504037Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með tillögum að afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 15.270.

Samþykkt samhljóða.

23.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1504036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Útsvarsskuldir

Málsnúmer 1504035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.