Lagt fram bréf frá Landssambandi smábátaeigenda dags. 24. apríl sl, varðandi strandveiðar þar sem hvatt er til þess að strandveiðikvóti verði aukinn um 2.000 tonn.
Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og hvetur ráðherra atvinnumála til góðra verka í þessu máli. Jafnframt hvetur bæjarráð ráðherra til að nota þau tækifæri sem felast í góðu ástandi fiskistofna miðað við síðustu stofnmælingar að auka þorskkvóta upp í að lágmarki 250 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Ennfremur verði nýtt það svigrúm sem skapast hefur til að auka veiðiheimildir í öðrum fisktegundum á grundvelli stofnmælinga.
Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og hvetur ráðherra atvinnumála til góðra verka í þessu máli. Jafnframt hvetur bæjarráð ráðherra til að nota þau tækifæri sem felast í góðu ástandi fiskistofna miðað við síðustu stofnmælingar að auka þorskkvóta upp í að lágmarki 250 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Ennfremur verði nýtt það svigrúm sem skapast hefur til að auka veiðiheimildir í öðrum fisktegundum á grundvelli stofnmælinga.