560. fundur 12. nóvember 2020 kl. 16:30 - 19:45 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
    Aðalmaður: Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Aukið bæjarráð - vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Viðbúnaður vegna COVID-19

Málsnúmer 2003018Vakta málsnúmer


Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. mars 2021. Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2009045Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að launaáætlun ásamt drögum að rekstraráætlun A- og B-hluta bæjarsjóðs vegna ársins 2021. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjárfestingaóskir næsta árs.

Á þessu stigi fjárhagsáætlunarvinnunnar lítur út fyrir verulegt tekjutap, auk þess sem hækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga eru þungar í skauti. Rekstrarniðurstaða ársins stefnir því í að vera neikvæð.

Fjárhagsáætlun 2021 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2021

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar vegna ársins 2021 ásamt fundargerð 12. fundar hafnarstjórnar.

4.Sorpurðun Vesturlands - Hækkun urðunargjalda

Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sorpurðun Vesturlands þar sem tilkynnt er um 5% hækkun urðunargjalda frá 1. janúar 2021.

5.Fasteignagjöld 2021

Málsnúmer 2010027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2021 ásamt samanburði og yfirliti yfir kostnað við sorpgjöld árin 2011-2020.

Lagt til að sorpgjald hækki úr 45.000 kr. í 48.000 kr. á ári og að sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.500 kr. í 18.700 kr. á ári. Við þá breytingu hækka fasteignagjöld um 0,1% milli ára.

Samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2010028Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna við breytingar á gjaldskrám ásamt samanburði.

Lagt til að þjónustugjaldskrár 2021 hækki um 2,5%.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2021

Málsnúmer 2010013Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2021 ásamt umsóknum og greinargerðum.

Lagt til að styrkveitingar ársins 2021, að undanskyldum Golfklúbbnum Vestarr, verði eins og árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

GS vék af fundi undir umræðu um Golfklúbbinn Vestarr.

Lagt til að styrkveitingar ársins 2021 til Golfklúbbsins Vestarr verði eins og árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

8.Snæfellingshöllin - Erindi Hesteigendafélagsins um eignarhald

Málsnúmer 2002021Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi hjá Deloitte, og Hinrik Konráðsson sátu fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað.

Rætt var um eignarhluta, verðútreikning og verðmæti Snæfellingshallarinnar ehf.

Bæjarráð vísar tillögu að endanlegu uppgjöri til bæjarstjórnar skv. umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 16:35
  • Hinrik Konráðsson - mæting: 16:35

9.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Ildi ehf um ráðgjöf og vinnu við breytingar á húsnæði og starfsemi Sögumiðstöðvar.

Kostnaður vegna samnings við Ildi ehf. mun verða greiddur af sjóði sem greitt hefur verið árlega inn á vegna samnings við Eyrbyggju-Sögumiðstöð.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum við Ildi ehf.

Samþykkt samhljóða.

10.SSV - Velferðarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1901008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og samskipti varðandi vinnuhóp um öldrunarmál.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Uppbyggingarteymi stöðuskýrsla 6

Málsnúmer 2010023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytisins varðandi uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.

12.Leigufélagið Bríet - Kynning 21.okt 2020 fyrir sveitarfélögum á Vesturlandi

Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning Leigufélagsins Bríet ehf. sem kynnt er sveitarfélögum.

13.SSV - Fjórða iðnbyltingin - styrkir til framhaldsskóla á Vesturlandi

Málsnúmer 2010022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSV, þar sem m.a. er fjallað um styrki til framhaldsskóla á Vesturlandi.

14.Alþingi - Til umsagnar 49. mál frá nefndarsviði Alþingis

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer


Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Fundargerð lesin upp á samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:45.