Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 3. janúar sl. ásamt drögum að velferðarstefnu Vesturlands. Óskað er umsagnar um velferðarstefnuna fyrir 15. febrúar nk.
Bæjarráð fagnar því að unnin sé velferðarstefna fyrir Vesturland sameiginlega. Umræður urðu um stefnudrögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að birta stefnudrögin á vefsíðu bæjarins og gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Afgreiðslu vísað til febrúarfundar bæjarstjórnar.
Drög að velferðarstefnu Vesturlands eru í kynningar- og umsagnarferli hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Bæjarstjórn auglýsti drögin og bauð uppá umsagnir eða ábendingar. Nefndin hefur farið yfir stefnudrögin og lýsir ánægju með efni þeirra. Nefndin telur að margt í stefnudrögunum eigi samhljóm með t.d. fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar og markmiðum nefndarinnar, t.d. hvað varðar forvarnir. Ýmis markmið og leiðir í stefnunni nýtist því vel í starfi íþrótta- og æskulýðsnefndar. Nefndin mun fylgjast með framhaldinu og nýta sér stefnuna þegar hún verður fullbúin.
SSV hefur óskað eftir umsögn um drög að Velferðarstefnu Vesturlands, sem starfshópur á vegum samtakanna hefur útbúið.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með framkomin drög að velferðarstefnu Vesturlands. Bæjarstjórn telur að stefnan nýtist vel í samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi, í starfi bæjarins og nefnda hans.
Bæjarstjórn leggur til að áréttað verði í markmiðum að tryggt sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ennfremur að bætt verði við ákvæði um samstarf HVE og sveitarfélaga um framtíðarsýn og þróun við útfærslu heilsugæsluþjónustu á svæðinu.
Bæjarráð fagnar því að unnin sé velferðarstefna fyrir Vesturland sameiginlega. Umræður urðu um stefnudrögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að birta stefnudrögin á vefsíðu bæjarins og gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Afgreiðslu vísað til febrúarfundar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.