Málsnúmer 2010022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSV, þar sem m.a. er fjallað um styrki til framhaldsskóla á Vesturlandi.

Skólanefnd - 155. fundur - 14.12.2020

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands snýst um Fjórðu iðnbyltinguna. Meginmarkmiðið með verkefninu er að framhaldsskólar á Vesturlandi geti aðlagað námsframboð sitt að þeim þáttum sem einkenna Fjórðu iðnbyltinguna. Verkefnið hefur m.a. styrkt alla framhaldsskólanna á Vesturlandi vegna verkefna sem þau hafa ráðist í til að efla námsframboð sitt.

Í framlögðu erindi SSV kemur fram að Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið að undirbúa stofnun nýsköpunarbrautar og mun nýta þann styrk sem fæst úr verkefninu til kaupa á búnaði og endurmenntunar kennara þannig að hægt verði að bjóða upp á kennslu á nýrri námsbraut sem fyrst.

Lagt fram til kynningar.