Deiliskipulagsvinna fyrir suðurhluta hafnarsvæðis er í vinnslu. Gert er ráð fyrir landfyllingu, ca. 5 hektara svæði, í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Í þessari vinnu er gert ráð fyrir 100 metra viðlegukanti nyrst á svæðinu, en með þeim áformum er jafnframt gert ráð fyrir að falla frá lengingu Miðgarðs. Ennfremur gert ráð fyrir vegi eftir landfyllingunni, sem tengir hafnarsvæði (norður) við þjóðveginn austan við þéttbýlið.
Samhliða fer fram undirbúningsvinna vegna leyfisumsóknar um efnistöku af hafsbotni.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar. Einnig verði hafinn undirbúningur sem felur í sér að:
- láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð,
- kanna matsskyldu framkvæmda,
- gera deiliskipulag - og
- afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra verði falið umboð til að halda undirbúningi áfram í samræmi við framangreint og ennfremur til viðræðna við Vegagerðina og aðrar stofnanir, um framgang mála í samræmi við þetta.