Málsnúmer 2406008

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 12. fundur - 10.06.2024

Fyrir fundinn var lögð deiliskipulagsforsögn fyrir suðurhluta hafnarsvæðis, tekin saman af Árna Geirssyni, Alta, í framhaldi af vinnu með hafnarstjórn og hafnarstjóra, og í framhaldi af fundinum var skjölum skipt upp í deiliskipulagsforsögn og nýtt skjal um skref og tímarás (vinnuskjal).



Gestir fundarins voru Árni Geirsson, sem var í fjarfundi, og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, sem sat fundinn undir þessum dagskrárlið.



Tekin voru til umræðu drög að deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á þeirri stefnumörkun sem fram kemur í gildandi aðalskipulagi um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar. Einnig verði hafinn undirbúningur sem felur í sér að:
- láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð,
- kanna matsskyldu framkvæmda,
- gera deiliskipulag - og
- afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra verði falið umboð til að halda undirbúningi áfram í samræmi við framangreint og ennfremur til viðræðna við Vegagerðina og aðrar stofnanir, um framgang mála í samræmi við þetta.

Gestir

  • Árni Geirsson, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 16:00
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd - 259. fundur - 20.06.2024

Tekin var til kynningar og umræðu deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á stefnumörkun gildandi aðalskipulags um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður. Því fylgir efnistaka úr sjó og er nú unnið að undirbúningi umsóknar um leyfi til slíkrar efnistöku, í tengslum við áform um landfyllingu.



Ennfremur lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um verkþætti og tímarás fyrir verkefnið.



Tillagan er unnin af hafnarstjórn og hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.



Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögu hafnarstjórnar um þróun og uppbyggingu á suðursvæði hafnarinnar og lýsir yfir ánægju með hana.

Hafnarstjórn - 13. fundur - 05.09.2024

Farið yfir þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna áforma um landfyllingu sunnan Miðgarðs og efnistöku á sjávarbotni. Sjá einnig næsta dagskrárlið.

Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að óskað verði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við þá skipulagsvinnu sem nú er hafin og sbr. meðfylgjandi erindi hafnarstjórnar.

Einnig lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 5. september 2024, þar sem hann leggur til að samið verði við Alta, ráðgjafarfyrirtæki, um aðstoð við undirbúning og skipulagsgerð á svæði sunnan Miðgarðs. Erindið heyrir undir bæjarstjórn sem ber ábyrgð á skipulagsgerð.


Hafnarstjórn - 14. fundur - 28.10.2024

Farið yfir stöðu í vinnu við undirbúning deiliskipulags fyrir hafnarsvæði sunnan Miðgarðs.



Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar, voru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.

Unnið er að mótun viðfangsefna í deiliskipulagsgerð og verkáætlun.

Einnig er nú verið að vinna í greinargerð skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna tilkynningar til Skipulagsstofnunar um stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu. Vegagerðin hefur frumhannað landfyllinguna og skipulagsráðgjafar hafnarinnar vinna nú að frágangi með Vegagerðinni, þannig að gögnin falli sem best að þeim ramma sem lögin setja. Greinargerðin verður send inn þegar aðalskipulagbreyting vegna iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun, vegna efnistöku á því svæði.

Farið var yfir viðfangsefni í komandi deiliskipulagsgerð og rætt um afmörkun þess svæðis sem deiliskipulagið á að ná til. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn afmörkun deiliskipulagssvæðis, eins og sýnt er á mynd í minnisblaði/fundapunktum sem ritaðir eru um umræður þessa dagskrárliðar og lagt undir fundinn.

Hafnarstjórn mun taka saman nánara yfirlit um þarfir hafnarinnar sem verður efniviður í deiliskipulagsvinnu. Fundað verður um þessi mál sérstaklega á fundi innan skamms. Haldið verður áfram samtali við hagsmunaaðila á grunni hagaðilagreiningar og tilhögun samráðs ákveðin á þeim grunni.

Ráðgjafar vinna áfram að verkefnistillögu til hafnarstjórnar.

Gestir

  • Herborg Árnadóttir, Alta - mæting: 16:15
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:15