Farið yfir stöðu í vinnu við undirbúning deiliskipulags fyrir hafnarsvæði sunnan Miðgarðs.
Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar, voru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.
Gestir
- Herborg Árnadóttir, Alta - mæting: 16:15
- Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:15
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar. Einnig verði hafinn undirbúningur sem felur í sér að:
- láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð,
- kanna matsskyldu framkvæmda,
- gera deiliskipulag - og
- afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra verði falið umboð til að halda undirbúningi áfram í samræmi við framangreint og ennfremur til viðræðna við Vegagerðina og aðrar stofnanir, um framgang mála í samræmi við þetta.