12. fundur 10. júní 2024 kl. 15:35 - 16:40 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Grundarfjarðarhöfn - Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2312004Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og formaður fóru yfir hugmynd um framkvæmd við að steypa gangstétt í jaðri hafnarsvæðis og göngutengingar hennar við hafnarsvæði.



Undir málinu liggja gögn um hönnun og frágang á Hrannarstíg.

Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra og veitir hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra heimild til undirbúnings framkvæmda við að steypa gangstétt sunnan hafnarsvæðis, við Nesveg.
Gangstéttin verði í takti við hönnun gangstétta/gönguleiðar á neðanverðum Hrannarstíg, og í samræmi við umræður fundarins.

2.Hafnarsvæði suður - skipulagsforsendur og breytingar

Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð deiliskipulagsforsögn fyrir suðurhluta hafnarsvæðis, tekin saman af Árna Geirssyni, Alta, í framhaldi af vinnu með hafnarstjórn og hafnarstjóra, og í framhaldi af fundinum var skjölum skipt upp í deiliskipulagsforsögn og nýtt skjal um skref og tímarás (vinnuskjal).



Gestir fundarins voru Árni Geirsson, sem var í fjarfundi, og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, sem sat fundinn undir þessum dagskrárlið.



Tekin voru til umræðu drög að deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á þeirri stefnumörkun sem fram kemur í gildandi aðalskipulagi um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur verði hafinn sem fyrst að óverulegri breytingu aðalskipulags vegna lítillega breyttra marka nýrrar landfyllingar. Einnig verði hafinn undirbúningur sem felur í sér að:
- láta forhanna landfyllingu með viðlegukanti með nýrri staðsetningu sem komi í stað fyrri áforma um að lengja Miðgarð,
- kanna matsskyldu framkvæmda,
- gera deiliskipulag - og
- afla annarra leyfa sem kunna að vera nauðsynleg forsenda framkvæmdarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjóra og formanni/bæjarstjóra verði falið umboð til að halda undirbúningi áfram í samræmi við framangreint og ennfremur til viðræðna við Vegagerðina og aðrar stofnanir, um framgang mála í samræmi við þetta.

Gestir

  • Árni Geirsson, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 16:00
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 16:00

3.Grundarfjarðarhöfn - Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til efnislosunar á hafnarsvæði

Málsnúmer 2406013Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri sagði frá því að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefði þann 27. maí sl. samþykkt starfsleyfi hafnarinnar fyrir móttöku og geymslu á grjót- og malarefni vegna uppbyggingar á landfyllingu á suðursvæði hafnarinnar. Með því er höfninni leyfilegt að taka við jarðvegsefni og "lagera" það á hafnarsvæðinu og nýta síðan til aukningar á landi.



Afrit leyfis lagt fram.

4.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af fundum nr. 462 þann 22. mars 2024 og nr. 463 þann 7. maí 2024.



Lokið var við fundargerð að afloknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 16:40.