13. fundur 05. september 2024 kl. 12:15 - 13:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Hafnarsvæði suður - skipulagsforsendur og breytingar

Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer

Farið yfir þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna áforma um landfyllingu sunnan Miðgarðs og efnistöku á sjávarbotni. Sjá einnig næsta dagskrárlið.

Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að óskað verði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við þá skipulagsvinnu sem nú er hafin og sbr. meðfylgjandi erindi hafnarstjórnar.

Einnig lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 5. september 2024, þar sem hann leggur til að samið verði við Alta, ráðgjafarfyrirtæki, um aðstoð við undirbúning og skipulagsgerð á svæði sunnan Miðgarðs. Erindið heyrir undir bæjarstjórn sem ber ábyrgð á skipulagsgerð.


2.Grundarfjarðarhöfn - Fyrirspurn um matsskyldu vegna landfyllingar

Málsnúmer 2409003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2024, þar sem kynnt er fyrirhuguð landfylling sunnan Miðgarðs og tilheyrandi efnistaka á sjávarbotni á Grundarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag.



Fyrirhuguð stækkun þessa efnistökusvæðis telst tilkynningarskyld framkvæmd skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 2.02 í 1. viðauka laganna. Óskað er leiðbeininga frá Skipulagsstofnun um hvernig fyrirhuguð stækkun Grundarfjarðarhafnar með 4,67 ha landfyllingu, sbr. mynd 1, framangreinda lýsingu og fylgiskjal, fellur undir lögin um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands af 464. fundi sem haldinn var 15. ágúst 2024.

Lokið var við fundargerð að afloknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 13:30.