Málsnúmer 1504024

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 124. fundur - 22.04.2015

2.1.
Lausar stöður í grunnskólanum.
Kynnt auglýsing um lausar stöður í grunnskólanum.

Skólanefnd - 125. fundur - 13.05.2015

Skóladagatal
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015
Auglýsing um starf skólastjóra
2.1.
Skóladagatal.
Lagt fram skóladagatal grunnskólans fyrir starfsárið 2015-2016.
2.2.
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015.
Skólastjóri grunnskólans fór yfir starfsskýrslu skólaársins 2014-2015 og kynnti ýmsar áætlanir sem uppfærðar hafa verið af starfsmönnum skólans.
Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir vel unnin störf í þágu skólans.
2.3.
Auglýsing um starf skólastjóra.
Lagt fram kynningar.

Skólanefnd - 130. fundur - 24.11.2015

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður Gísli Guðjónsson fór yfir skýrslu sína um málefni grunnskólans. Í skólanum eru 93 nemendur. Í heilsdagsskóla eru 18 nemendur. Kennarar og stjórnendur eru 13 í 12,65 stöðugildum. Annað starfsfólk er 7 talsins í 5,2 stöðugildum.

Sigurður fór yfir breytingar í starfsmannahaldi og kennsluháttum. Jafnframt kom fram að áætlað er að nemendur í 10. bekk útskrifist með einkunnir gefnar í bókstöfunum A-D á komandi vori.

Skólanefnd - 131. fundur - 09.02.2016

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og starfsemi skólans og svaraði fyirspurnum nefndarmanna.
Litlar sem engar breytingar eru á starfsmannahaldi skólans og nemendafjöldi er 92.
Skólastjóri gerði síðan sérstaka grein fyrir samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Alls þreyttu 35 nemendur samræmd könnunarpróf í grunnskóla Grundarfjarðar. Ennfremur var gerð grein fyrir læsisstefnu, skólapúlsi, umbótaáætlun ofl.
Námsstefna Kennarafélags Vesturlands verður í Grundarfirði 30. sept. nk.

Skólanefnd - 132. fundur - 05.04.2016

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður fór yfir breytingar á starfsmannahaldi og jafnframt breytingar sem framundan eru á námsmati nemenda. Hann kynnti einnig innra mat skólans, umbótaáætlun vegna ytra mats, drög að skóladagatali næsta starfsárs og fundargerð skólaráðs.

Skólanefnd - 134. fundur - 01.06.2016

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður lagði fram og gerði grein fyrir skóladagatali starfsársins 2016-2017, breytingum í starfsmannahaldi og niðurstöðum úr nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnunum.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.

Skólanefnd - 135. fundur - 06.09.2016

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður fór yfir skýrslu sína í upphafi skólaárs 2016-2017. Nemendafjöldi er um 80. Farið yfir starfsmannamál o.fl.

Jafnframt gerð grein fyrir tölvupósti frá Hesteigendafélaginu þar sem óskað er samstarfs um reiðmennsku fyrir börn. Skólastjóra falið að svara erindi Hesteigendafélagsins.

Skólanefnd - 137. fundur - 16.02.2017

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla skólastjóra um starfsemi skólans. Ennfremur lögð fram starfsáætlun grunnskólans fyrir starfsárið 2016-2017. Fjöldi nemenda skólans er 80.

Foreldrakönnun skólapúlsinn 2017 stendur yfir. Einnig farið yfir læsi í mismunandi námsgreinum skv. PISA könnun.

Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Skólanefnd - 138. fundur - 22.05.2017

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir fimm starfsdögum í dagatalinu, tveimur dögum í vetrarfrí og átta dögum fyrir utan starfstíma nemenda.

Skólastjóri kynnti niðurstöður starfsmanna-, foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins.

Skólanefnd lýsir yfir almennri ánægju með niðurstöður Skólapúlsins og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með vel unnin störf.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.

Skólanefnd - 139. fundur - 26.09.2017

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram skýrsla skólastjóra við upphaf skólaársins 2017-2018. Alls eru 86 nemendur skráðir í nám í 1. -10. bekk. Kennarar og stjórnendur eru 12 og annað starfsfólk 9 samtals í 6 stg. Meðtalið er starfsfólk á Eldhömrum.
Einnig lagt fram bréf grunnskólans, sem er svar við eftirfylgni með úttekt á grunnskólanum. Þetta er gert til samræmis við bréf Menntamálaráðuneytisins frá 14. júní 2016.

Skólanefnd felur skólastjóra að senda svarið til ráðuneytisins.

Ennfremur lagt fram yfirlit yfir vinnuskipan í skólanum.

Skólanefnd - 140. fundur - 28.11.2017

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn ásamt áheyrnarfulltrúa kennara Eydísi Lúðvíksdóttur.

Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar varðandi árangur í samræmdum prófum eftir kjördæmum.

Kynnt nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2017-2018.
Nemendakönnunin fer fram í u.þ.b. 40 nemenda úrtökum sem dreift er samhverft yfir skólaárið þar sem fjöldi úrtaka fer eftir stærð hvers skóla fyrir sig. Þannig er hægt að skoða þróun einstakra þátta yfir langan tíma. Þátttaka margra skóla víðsvegar að af landinu gefur möguleika á að birta í hverjum skóla feril landsmeðaltals. Með þessu verða gögn hvers skóla samanburðarhæf en það er grunnur þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um viðbrögð í einstökum tilvikum.

Ennfremur farið yfir breytt skóladagatal 2017-2018 þannig að miðvikudagurinn 18. apríl bætist við sem vetrarfrísdagur og skólaslit verða föstudaginn 1. júní nk.
Skólanefnd hvetur til þess að vetrarfrí í skólum á Snæfellsnesi verði samræmt eins og kostur er.

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20.-10. júní og er skóladagatal grunnskóla Grundarfjarðar innan þeirra marka.

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun og lokaskýrsla Grundarfjarðarbæjar, vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, vegna félags Grunnskólakennara, sem send var ráðuneyti Menntamála 1. júní sl.
Vinna við greiningu og undirbúning umbótaáætlunarinnar var unnin af fulltrúum bæjarins og fulltrúum kennara.
Kennarar völdu sína fulltrúa, sem voru Anna Kristín Magnúsdóttir, Einar Þór Jóhannsson og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir og bæjarstjórn valdi fulltrúa bæjarins , sem voru Sigríður G. Arnardóttir, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Steinsson.

Skólanefnd - 141. fundur - 06.03.2018

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn ásamt áheyrnarfulltrúa kennara Eydísi Lúðvíksdóttur.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni.
Annaskipti voru um miðjan janúar og síðasta valtímabilið hefst í vikunni 20.-24. feb. Nemendum hefur fjölgað síðan síðasti fundur var. Nemendur eru orðnir 91. Eftir áramót byrjuðu þrír nemendur frá Pakistan.
Einn starfsmaður er farinn í barnsburðarleyfi og annar fer í sumar.
Logi Geirsson kom í síðustu viku og fór yfir markmiðasetningu, forvarnir og fleira. Skólahreysti fer fram 21. apríl og mun Grunnskóli Grundarfjarðar senda lið að þessu sinni. Á fimmtudaginn kom Ingibjörg Inga og fór yfir jákvæða sálfræði og jákvæð samskipti á milli starfsmanna. Mikil ánægja var með þennan fund.
Hafin er vinna vegna nýrra persónuverndarlaga sem eiga að fara í gegnum Alþingi í vor. Nú stendur yfir innra mat skólans og verður notast við Skólapúlsinn eins og undanfarin ár.
Samræmd próf hefjast í þessari viku og undirbúningur árshátíðar er í fullum gangi en hún verður þann 22. apríl.
Vinna við skóladagatal næsta árs er hafin. Stjórnendur leik- og grunnskóla hafa fundað um dagatalið.
Lögð fram drög að samningi milli ábyrgðaraðila persónuupplýsinga og vinnsluaðila persónuupplýsinga, ásamt fylgigögnum.
Skólastjóri gerði grein fyrir samningsdrögunum.

Skólanefnd - 142. fundur - 07.05.2018

Lögð fram skýrsla skólastjóra og gerði hann grein fyrir henni. Fór hann meðal annars yfir breytingar í starfsmannahaldi o.fl.
Bent var á mikilvægi þess að skoða sérstaklega aðstöðu fyrir heilsdagsskóla, þar sem fjölgun nemenda hefur verið mikil. Skólanefnd óskar eftir að skipuð verði sérstök starfsnefnd sem skoða skal mögulegar lausnir svo þjónusta heilsdagsskólans verði ekki skert.
Lagt er til að í nefndinni verði skólastjóri, starfsmaður heilsdagsskóla og fulltrúi skólanefndar. Nefndin getur kallað eftir áliti fagaðila eftir þörfum.
Útskrift grunnskólans er 1. júní nk.
Ennfremur lögð fram fundargerð skólaráðs frá 30. apríl varðandi skólapúls og skóladagatal.

Farið var yfir skóladagatalið og var skóladagatali 2018-2019, vísað til síðari umræðu.

Þá gerði skólastjóri sérstaka grein fyrir starfsmannakönnun grunnskóla 2017-2018. Skólinn kom vel út úr skólapúlsinum og er ánægjulegt að sjá hvað starfið gengur almennt vel.

Skólanefnd - 143. fundur - 24.05.2018

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.
Skólastjóri fór yfir dagatalið með fundarmönnum.

Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.

Skólastjóri gerði einnig grein fyrir nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2017-2018.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn grunnskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.