134. fundur 01. júní 2016 kl. 16:30 - 19:40 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Áheyrnarfulltrúar:
Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar: Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda.
Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar: Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri.
Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra: Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri.
Málefni Leikskólans Sólvalla: Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna.

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður lagði fram og gerði grein fyrir skóladagatali starfsársins 2016-2017, breytingum í starfsmannahaldi og niðurstöðum úr nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnunum.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.

2.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Hann lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.

3.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Þau fóru yfir starfsemi nýrrar 5 ára deildar, sem hóf starfsemi í apríl sl. Sigurður lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs. Skólanefnd leggur til að skóladagatalið verði kynnt vel fyrir foreldrum.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.

Björg lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og ársskýrslu leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs með áorðnum breytingum varðandi sumarfrí 2017.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.