143. fundur 24. maí 2018 kl. 16:30 - 19:14 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:


Málefni Grunnskólans Sigurður G. Guðjónsson og Anna Kristín Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.


Málefni Eldhamra Sigurður G.Guðjónsson


Málefni Tónlistarskólans Sigurður G. Guðjónsson


Málefni Leikskólans Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna

1.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla skólastjóra, sem hann gerði grein fyrir.
Sérstaklega var farið yfir fjölda starfsdaga í skólanum og var niðurstaðan sú að starfsdagar í leikskólanum skólaárið 2018- 2019 verða 6,5, þar af er einn vegna sameiginlegs starfsdags starfsmanna Grundarfjarðar. Á næstu skólaárum þar á eftir verða starfsdagar 5.
Leikskólastjóri gerði einnig grein fyrir hugmyndum sínum um styttingu vinnuvikunnar á leikskólanum. Hugmyndavinna hefur verið í gangi varðandi framkvæmd þessara hugmynda. Ekki er gert ráð fyrir því að launakostnaður aukist við þetta.
Skólanefnd fagnar hugmyndum leikskólastjóra og leggur til að bæjarstjórn kynni sér hugmyndina og móti heildstæða mannauðsstefnu fyrir stofnanir Grundarfjarðarbæjar.

Skólanefnd leggur til að forráðamönnum barna í leikskólanum standi til boða gjaldfrjáls vika öðru hvoru megin við sumarlokun skólans. Ráðstöfun þessi er gerð til þess að auka sveigjanleika í þjónustu skólans.
Skólaárið 2019-2020 mun hefjast á fyrsta starfdegi skólaársins til þess að koma í veg fyrir skertan opnunartíma fyrsta og síðasta dag sumarleyfis.

Jafnframt farið yfir skóladagatal leikskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.

Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn leikskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.

2.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.
Skólastjóri fór yfir dagatalið með fundarmönnum.

Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.

Skólastjóri gerði einnig grein fyrir nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2017-2018.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn grunnskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.

3.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal Eldhamra, sem einnig var fjallað um á síðasta fundi skólanefndar.
Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu.
Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn Eldhamra og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Það er sérstaklega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með 5 ára deildina Eldhamra. Undirbúningur deildarinnar tók langan tíma og er það mat skólanefndar að þessi tilfærsla sé báðum skólastigum til hagsbóta.

4.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal 2018-2019, sem áður var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.
Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu.
Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn tónlistarskólans og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 19:14.