138. fundur 22. maí 2017 kl. 16:30 - 19:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:

Málefni leikskólans
Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs.

Málefni grunnskólans
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri

Málefni tónlistarskólans
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Niesen, deildarstjóri.

Málefni Eldhamra
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri

1.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sex starfsdögum á dagatalinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans. Fjöldi nemenda er 54.

Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir kom kl. 17:00.

Leikskólastjóri kynnti nýtt gagnvirkt samskiptakerfi fyrir leikskóla, sem fyrirhugað er að taka í notkun á leikskólanum. Kerfið mun einfalda samskipti starfsmanna við foreldra.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.

2.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir fimm starfsdögum í dagatalinu, tveimur dögum í vetrarfrí og átta dögum fyrir utan starfstíma nemenda.

Skólastjóri kynnti niðurstöður starfsmanna-, foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins.

Skólanefnd lýsir yfir almennri ánægju með niðurstöður Skólapúlsins og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með vel unnin störf.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á skólaárinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans.

Vortónleikar skólans tókust mjög vel. Þeir voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju og gátu íbúar Fellaskjóls fylgst með þeim í beinni útsendingu.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs með áorðnum breytingum.

4.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á leikskóladeildinni Eldhömrum.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.

5.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla

Málsnúmer 1703030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2015-2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:25.