130. fundur 24. nóvember 2015 kl. 16:30 - 19:18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaformaður SGA setti fund og gengið var til dagskrár:

Áheyrnarfulltrúar undir lið 2:
Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs.

Áheyrnarfulltrúar undir lið 3:
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi foreldra.

Áheyrnarfulltrúar undir lið 4:
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri tónlistarskólans og Linda María Nielsen, deildarstjóri.

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunn- og tónlistarskóla, sátu fundinn undir lið 5.

1.Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 1511020Vakta málsnúmer

Lagt til að Sigríður G. Arnardóttir verði formaður nefndarinnar og Guðrún Jóna Jósepsdóttir verði varaformaður.

Samþykkt samhljóða.

2.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Björg Karlsdóttir fór yfir ýmis atriði er snúa að leikskólanum. Í desember verður barnafjöldi 62 börn og áætlað er að þau verði 69 talsins í apríl 2016 miðað við óbreyttar aðstæður. Jafnframt rætt um breytingar innanhúss, breytingar í starfsmannamálum og fleira.

ÁEE mætti kl. 17:03.

Sumarfrí á leikskólanum verður 4. júlí - 10. ágúst 2016.

Lagt til að leikskólastjóri kanni hug foreldra til lokunar leikskólans milli jóla og nýárs.

3.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður Gísli Guðjónsson fór yfir skýrslu sína um málefni grunnskólans. Í skólanum eru 93 nemendur. Í heilsdagsskóla eru 18 nemendur. Kennarar og stjórnendur eru 13 í 12,65 stöðugildum. Annað starfsfólk er 7 talsins í 5,2 stöðugildum.

Sigurður fór yfir breytingar í starfsmannahaldi og kennsluháttum. Jafnframt kom fram að áætlað er að nemendur í 10. bekk útskrifist með einkunnir gefnar í bókstöfunum A-D á komandi vori.

4.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri tónlistarskólans og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður og Linda fóru yfir starfsemi skólans. Starfandi kennarar eru nú fjórir í 3,46 stöðugildum. Aukið samstarf er milli grunn- og tónlistarskóla. Nemendur skólans eru 54, allir í grunnnámi nema einn. Stefnt er að jólatónleikum 14. desember og vortónleikum um miðjan maí.

5.Vinna stýrihóps um fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir og Sigurður Gísli Guðjónsson sátu fundinn undir þessum lið. Þau eru bæði fulltrúar í stýrihóp bæjarstjórnar um fimm ára deild leikskólabarna ásamt formanni skólanefndar (SGA).

Fulltrúar stýrihópsins fór yfir vinnu sína og hugmyndir um stofnun fimm ára deildar leikskólabarna. Stýrihópurinn hefur kynnt sér starfsemi annarra skóla og farið í heimsókn í Lágafellsskóla.

Stýrihópurinn áætlar að skila af sér tillögum í desember nk.

6.Önnur mál

Málsnúmer 1504026Vakta málsnúmer

Önnur mál voru engin.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:18.