Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Þau fóru yfir starfsemi nýrrar 5 ára deildar, sem hóf starfsemi í apríl sl. Sigurður lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.
Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs. Skólanefnd leggur til að skóladagatalið verði kynnt vel fyrir foreldrum.
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni. Starfið fer vel af stað og ánægja er með starfsemina. Dagskráin er fjölbreytt s.s. smíði,heimilisfræði,tónlistarnám og íþróttir. Einnig er stundum unnið með nemendum í 1.-2. bekk grunnskólans. Alls eru 2,7 stöðugildi starfandi á deildinni og börn á Eldhömrum eru alls 15.
Sigurður G. Guðjónsson skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni og mannahaldi en ráðinn hefur verið starfsmaður í tímabundna ráðningu til stuðnings á Eldhömrum.
Á Eldhömrum gengur allt sinn vanagang. Nemendur settu upp leikrit og buðu gestum. Þeir munu einnig taka þátt í árshátíð skólans og er undirbúningur leikrits hafinn. Eftir áramót hafa nemendur verið að fara í heimilisfræði og stærðfræði ásamt því að heimsækja Tónlistarskólann.
Lagt fram skóladagatal Eldhamra fyrir 2018-2019. Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu. Skólanefnd leggur til að starfsdagar kennara skuli vera fimm eins og hjá grunnskólanum. Skólaslit Eldhamra verða 5. júní nk. Kennsla helst óbreytt fram að sumarfríi, sem er 25. júní nk. Skóladagatal Eldhamra 2018-2019 var vísað til síðari umræðu.
Lagt fram skóladagatal Eldhamra, sem einnig var fjallað um á síðasta fundi skólanefndar. Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu. Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn Eldhamra og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.
Það er sérstaklega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með 5 ára deildina Eldhamra. Undirbúningur deildarinnar tók langan tíma og er það mat skólanefndar að þessi tilfærsla sé báðum skólastigum til hagsbóta.
Þau fóru yfir starfsemi nýrrar 5 ára deildar, sem hóf starfsemi í apríl sl. Sigurður lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.
Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs. Skólanefnd leggur til að skóladagatalið verði kynnt vel fyrir foreldrum.