Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer
Margrét Sif og Gunnþór eru áfram gestir fundarins, undir þessum lið.
Lagt fram skóladagatal Leikskólans Sólvalla og skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra (sbr. næsta dagskrárlið) fyrir skólaárið 2023-2024, en við afgreiðslu þeirra á 169. fundi skólanefndar þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Dagatalið er samþykkt af skólanefnd en þó með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars [2024]. Tillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði lokaður þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks, á sama hátt og lagt er til vegna Eldhamra.
Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.
Umræða varð um hugmyndafræði styttingar ("Betri vinnutími") og útfærslu hennar, eins og hún birtist í skólastarfi, ekki síst í leikskóla, þar sem stytting í skólastarfinu er veruleg áskorun."
Sambærileg bókun var gerð á fundinum um skóladagatal Eldhamra.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi og Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri voru í fjarfundi.