170. fundur 31. október 2023 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bauð fundarfólk velkomið. Gengið var til dagskrár.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi og Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri voru í fjarfundi.

1.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028.



Ráðgjafar Ásgarðs hafa unnið að mótun stefnunnar með stýrihópi, skólanefnd og öðrum fulltrúum bæjarins.

Gunnþór fór yfir kynningu menntastefnunnar. Rætt var um gerð aðgerðaáætlunar á grunni hennar og um innleiðingu/framkvæmd stefnunnar.

Næstu skref eru þessi:
- setja stefnuna upp og birta hana á sérstakri vefsíðu sem verður tengd við vef Grundarfjarðarbæjar og skólanna með "menntastefnuhnappi". Vefsíðan fer nú í lokavinnslu auk þeirra gæðaviðmiða sem verða nýtt við að innleiða stefnuna og marka þær aðgerðir sem skólarnir vinna að við innleiðinguna.
- kynna stefnuna fyrir öllum í skólasamfélaginu í janúarbyrjun, innleiðing hefst í kjölfarið samkvæmt aðgerðaáætlun.
- aðgerðaáætlun menntastefnu verður metin árlega með það að markmiði að meta gildi hennar, gæði og hvort hún uppfylli þær kröfur sem gilda hverju sinni.

Stjórnendur eru faglegir leiðtogar og bera ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt menntastefnunni. Ábyrgð á innleiðingu og mati á framgangi menntastefnunnar ber skólanefnd í umboði bæjarstjórnar.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að nýrri menntastefnu og mælir með að hún verði samþykkt af bæjarstjórn.

Skólanefnd þakkar stýrihópi, starfsfólki og öðrum sem tóku þátt í mótun stefnunnar fyrir sitt framlag.

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði - mæting: 17:00
  • Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri - mæting: 17:00

2.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Margrét Sif og Gunnþór eru áfram gestir fundarins, undir þessum lið.



Lagt fram skóladagatal Leikskólans Sólvalla og skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra (sbr. næsta dagskrárlið) fyrir skólaárið 2023-2024, en við afgreiðslu þeirra á 169. fundi skólanefndar þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað:



"Dagatalið er samþykkt af skólanefnd en þó með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars [2024]. Tillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði lokaður þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks, á sama hátt og lagt er til vegna Eldhamra.

Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.

Umræða varð um hugmyndafræði styttingar ("Betri vinnutími") og útfærslu hennar, eins og hún birtist í skólastarfi, ekki síst í leikskóla, þar sem stytting í skólastarfinu er veruleg áskorun."



Sambærileg bókun var gerð á fundinum um skóladagatal Eldhamra.





Góð umræða varð um ástæður þess að skólar eru nú í auknum mæli að fara þá leið að samræma lokunardaga leikskóla við grunnskóla. Þetta er hluti af umræðu og aðgerðum til þess að bæta starfsaðstæður á leikskólum, mæta styttingu vinnuviku og mönnunarvanda leikskólastigsins.

Í kjarasamningum 2020 var samið um 30 daga orlof allra starfsmanna sveitarfélaga, styttingu vinnutíma og fjölgun undirbúningstíma í leikskólum. Ljóst er að leikskólar hafa átt mjög erfitt með að mæta þörf fyrir aukna mönnun sem þessar breytingar hafa óneitanlega haft í för með sér.

Niðurstaða skólanefndar var sú að ekki væri nóg að samþykkja aukna lokun leikskóla í Dymbilviku, það myndi eitt og sér ekki leysa úr þörf sem til er komin af framangreindum ástæðum, auk þess sem skoða þyrfti í hvaða skrefum breytingar væru gerðar.

Skólanefnd óskar eftir því að Ásgarður taki saman minnisblað um það sem önnur sveitarfélög hafa verið að gera til að mæta framangreindri stöðu, en mismunandi leiðir hafa verið farna. Auk þess er leikskólastjóra og bæjarstjóra falið að leggja fyrir könnun meðal foreldra sem dragi fram þarfir fjölskyldna og hvernig best sé að mæta þeim, m.t.t. framangreinds.

Afgreiðslu á mögulegum breytingum á skóladagatali frestað þar til niðurstöður framangreindrar skoðunar liggja fyrir.

3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra fyrir skólaárið 2023-2024, sjá bókun og afgreiðslu undir næsta dagskrárlið á undan.



4.Samband ísl. sveitarfélaga - Reynslunni ríkari - málþing um skólamál

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning um málþing um skólamál sem fram fór í gær, 30. okt. 2023.



Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga árið 1996.

Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhugaðar breytingar á sviði skólamála.



Erindum var streymt og eru þau ásamt kynningarglærum fyrirlesara aðgengileg á vef Sambandsins, hér:

https://www.samband.is/frettir/reynslunni-rikari-vel-heppnad-malthing-um-skolamal/



5.Samband ísl. sveitarfélaga - Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2023

Málsnúmer 2310033Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá Námsgagnasjóði um úthlutun haust 2023, ásamt bréfi til skóla og rekstraraðila.

Gengið er frá fundargerð í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:30.