Málsnúmer 2310005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lögð fram til kynningar tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um málþing um skólamál undir yfirskriftinni "Reynslunni ríkari", sem haldið verður 30. október nk.

Skólanefnd - 170. fundur - 31.10.2023

Lögð fram kynning um málþing um skólamál sem fram fór í gær, 30. okt. 2023.



Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga árið 1996.

Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhugaðar breytingar á sviði skólamála.



Erindum var streymt og eru þau ásamt kynningarglærum fyrirlesara aðgengileg á vef Sambandsins, hér:

https://www.samband.is/frettir/reynslunni-rikari-vel-heppnad-malthing-um-skolamal/