123. fundur 13. janúar 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Una Ýr Jörundsdóttir (UYJ) formaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ) aðalmaður
  • Bjarni Jónasson (BJ) aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) aðalmaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH) aðalmaður
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Málefni leikskólans.Bréf leikskólastjóra 18.11.2014

Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarráðs þar sem mælst er til þess að sumarlokun leikskólans standi í fimm vikur.
Leikskólastjóri lagði fram tillögur að breytilegri sumarlokun til næstu þriggja ára.
Skólanefnd leggur til að leikskólinn verði lokaður 22. júní til 24. júlí sumarið 2015, eða í samtals fimm vikur.
Jafnframt mælir skólanefnd með að boðið sé upp á að tekin sé ein vika gjaldfrjáls, öðru hvoru megin við þessar fimm vikur.

2.Málefni leikskólans.Ný gjaldskrá og eldhúsmál

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Kynnt ný gjaldskrá leikskólans.

Eldhúsmál.
Farið yfir breytingar á vinnufyrirkomulagi í eldhúsi. Með nýju fyrirkomulagi tekst að afhenda mat til grunnskólans fyrr en áður.
Fram kom hjá leikskólastjóra að vinnan gangi mjög vel og að ánægja ríki með hið breytta fyrirkomulag.

3.Málefni leikskólans.Umbótaáætlun

Málsnúmer 1501007Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt umbótaáætlun leikskólans.

4.Málefni grunnskólans.Breytt fyrirkomulag matmálstíma

Málsnúmer 1501045Vakta málsnúmer

2.1.
Breytt fyrirkomulag matmálstíma.
Gerð grein fyrir því að nú kemur matur fyrr frá mötuneyti leikskólans. Börnin borða í tveimur hollum í miðrými skólans við ný felliborð. Almenn ánægja er með þetta fyrirkomulag skv. skólastjóra, meðal nemanda, starfsfólks og foreldra.
2.2.
Áherslur í skólastarfi.
Skólastjóri sagði jafnframt frá ýmsum breytingum sem hafa verið gerðar varðandi húsakost og innanstokksmuni, sem ætlað er til að draga úr einelti.
Breytingar á kennslufyrirkomulagi sem gerðar voru í október hafa gefið góða raun.
2.3.
Samstarf milli skólastiga.
Skólastjóri nefndi áhuga á auknu samstarfi við tónlistarskólann. Jafnframt skapaðist umræða um forskóla.

5.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1409030Vakta málsnúmer

3.
Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar
3.1.
Fjöldi nemenda og stöðugildi kennara.
Frestað.
3.2.
Áhrif verkfalls á kennslu.
Frestað.
3.3.
Almenn yfirferð námsins í skólanum, skiptingu milli stiga o.fl.
Frestað.
3.4.
Fyrirspurn vegna tónlistarnáms.
Frestað.

Málefnum tónlistarskóla frestað. Skólanefnd kallar eftir upplýsingum frá skólastjóra varðandi starfsemi skólans eins fljótt og auðið er.

6.Forskóli

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmyndir að stofnun forskóla sem staðsettur yrði í grunnskólanum. Gert er ráð fyrir að í forskólanum yrði elsti árgangur leikskólans.
Skólanefnd leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvernig best sé að standa að stofnun forskóla.

7.Annað efni til kynningar.Styrkur vegna námsupplýsingakerfis

8.Annað efni til kynningar.Landbyggðarvinir, verðlaunaafhending 17. jan.nk.

Málsnúmer 1501009Vakta málsnúmer

Skólanefnd óskar Maríu Margréti Káradóttur og Tönju Lilju Jónsdóttur, sem báðar eru nemendur í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, til hamingju með glæsilegan árangur í verkefni Landsbyggðarvina. Af þremur efstu sætum keppninnar eru tveir frá Grunnskóla Grundarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.