Málsnúmer 1501045

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 123. fundur - 13.01.2015

2.1.
Breytt fyrirkomulag matmálstíma.
Gerð grein fyrir því að nú kemur matur fyrr frá mötuneyti leikskólans. Börnin borða í tveimur hollum í miðrými skólans við ný felliborð. Almenn ánægja er með þetta fyrirkomulag skv. skólastjóra, meðal nemanda, starfsfólks og foreldra.
2.2.
Áherslur í skólastarfi.
Skólastjóri sagði jafnframt frá ýmsum breytingum sem hafa verið gerðar varðandi húsakost og innanstokksmuni, sem ætlað er til að draga úr einelti.
Breytingar á kennslufyrirkomulagi sem gerðar voru í október hafa gefið góða raun.
2.3.
Samstarf milli skólastiga.
Skólastjóri nefndi áhuga á auknu samstarfi við tónlistarskólann. Jafnframt skapaðist umræða um forskóla.