Skipulags-og umhverfisnefnd fór yfir lausar lóðir í Grundarfirði. Nefndin leggur til að lóðirnar við Hrannarstíg 22-24-26 verði ekki auglýstar til umsóknar. Lóðin við Fellasneið 3 verði felld út og lóðir nr. 5-7 aðlagaðar því til samræmis. Nefndin leggur til að aðrar lausar lóðir verði auglýstar til úthlutunar með afslætti.
Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Skotfélgsins Skotgrundar til að byggja húsnæði vegna æfingaraðstöðu samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 23.04.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að deliskipulagi fyrir æfingarsvæði Skotgrundar að Hrafnkelsstaðarbotni. Að sinni verður að fresta samþykki um byggingarleyfi og athuga þarf nánar staðsetningu skothúss við árfarveg Hrafnár.
Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Ólafs Inga Jónssonar til að byggja 3 smáhýsi samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 28.04.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Jónas B. Árnason, kt.050774-5389 og Kristín Ýr Pálmadóttir, kt.260274-3259 sækja um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús samkv. uppdráttum frá Jóni Grétari Ólafssyni, dags. 01.05.2016.
Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.