EG vék af fundi undir þessum lið og HK tók við fundarstjórn.
Með tölvupósti dags. 05.09.2016 tilkynnir Skipulagsstofnun að hún geri ekki athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi frístundahúsa í landi Mýrarhúsa. Stofnunin minnir á að birta skal auglýsingu um samþykkt bæjarstjórnar á verulegri breytingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa það.
EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.