Lagðir eru fram til kynningar fullbúnir uppdrættir fyrir iðnaðarhúsnæði við Sólvelli 5.
Á 241. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október sl. var erindið fyrst tekið fyrir og lagðar fram teikningar af fyrirhuguðu húsnæði. Teikningarnar, sem voru drög að útliti húss, voru grenndarkynntar með bréfi dags. 2. nóvember 2022 til lóðarhafa við Sólvelli 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarveg 7 og 12 og Sæból 1-3. Á fundinum bókaði nefndin einnig að bærust engar athugasemdir væri byggingarfulltrúa falið að óska eftir fullbúnum aðal- og séruppdráttum og gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.
Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. Nýjar teikningar sem nú eru lagðar fram sýna breytingar, m.a. á útliti húss. Er það mat byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna þurfi hina breyttu tillögu.
Byggingarfulltrúi telur gögn nægjanleg til þess að leggja fram til grenndarkynningar sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem umrædd bygging er á ódeiliskipulögðu svæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin til eftirfarandi lóðarhafa: Sólvellir 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarvegur 7 og 12 og Sæból 1 - 3.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr 112/2012, með síðari breytingum.