Málsnúmer 2210013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 241. fundur - 17.10.2022

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar á nýju iðnaðarhúsi í stað iðnaðarhúss sem brann á Sólvöllum 5.

Meðfylgjandi teikningar og uppdrættir eru ekki endanlegir en sýna góða mynd af fyrirhugaðri byggingu sem til stendur að endurbyggja.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur byggingarfulltrúa að óska eftir fullbúnum sér- og aðaluppdráttum.
Byggingarfulltrúi telur gögn nægjanleg til þess að leggja fram til grenndarkynningar sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem umrædd bygging er á ódeiliskipulögðu svæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin til eftirfarandi lóðarhafa: Sólvellir 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarvegur 7 og 12 og Sæból 1 - 3.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr 112/2012, með síðari breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 249. fundur - 05.06.2023

Lagðir eru fram til kynningar fullbúnir uppdrættir fyrir iðnaðarhúsnæði við Sólvelli 5.

Á 241. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október sl. var erindið fyrst tekið fyrir og lagðar fram teikningar af fyrirhuguðu húsnæði. Teikningarnar, sem voru drög að útliti húss, voru grenndarkynntar með bréfi dags. 2. nóvember 2022 til lóðarhafa við Sólvelli 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarveg 7 og 12 og Sæból 1-3. Á fundinum bókaði nefndin einnig að bærust engar athugasemdir væri byggingarfulltrúa falið að óska eftir fullbúnum aðal- og séruppdráttum og gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum. Nýjar teikningar sem nú eru lagðar fram sýna breytingar, m.a. á útliti húss. Er það mat byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að grenndarkynna þurfi hina breyttu tillögu.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að óska eftir afstöðumynd sem sýnir skipulag lóðar, þ.m.t. aðkomuleiðir og bílastæði, sem og afstöðu til nærliggjandi húsa.

Að þeim skilyrðum uppfylltum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytta tillögu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga fyrir sömu lóðarhöfum og síðast, þ.e. við Sólvelli 2, 3, 6, 7, 8 og 13, Eyrarveg 7 og 12 og Sæból 1-3. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 251. fundur - 19.09.2023

Lísa Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lögð er fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa Sólvalla 5, KB bílaverkstæði ehf., um endurbyggingu á iðnaðarhúsi sem brann.



Erindið var áður tekið fyrir á 249. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. júní sl. og lagði nefndin til að uppdrættir yrðu grenndarkynntir þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðum reit og umfang fyrirhugaðrar byggingar var meira en þeirrar byggingar sem áður stóð á lóðinni. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.



Nú liggja fyrir uppfærðar teikningar, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyttir uppdrættir, sem í meginatriðum felast í minna byggingarmagni, kalli ekki á nýja grenndarkynningu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Lísa kemur aftur inn á fund.