Málsnúmer 2101010Vakta málsnúmer
Með bréfi Ríkiseigna, móttekið 21. janúar 2021, er óskað eftir stofnun lóðar í landi Hallbjarnareyrar og breytingu á nöfnum eldri lóða og uppfærslu á stærð og mörkum í landeignaskrá.
Erindinu fylgir hnitsett loftmyndakort/lóðablað dagsett 19.11.2020 fyrir hina nýju lóð og nærliggjandi lóðir, sem teknar eru úr ríkisjörðinni Hallbjarnareyri, L136609.
Kortið afmarkar þrjár frístundalóðir við gamla bæjarstæði ríkisjarðarinnar Hallbjarnareyri, L136609, og heiti sem þeim eru gefin til aðgreiningar frá hvor annarri og upprunajörðinni, eins og segir í texta kortsins. Kvöð er um aðkomu að lóðunum eftir Hallbjarnareyrarvegi í landi Hallbjarnareyrar.
Erindið hafði verið tekið fyrir á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. janúar 2021 en var þá einungis lagt fram til kynningar.