238. fundur 18. júlí 2022 kl. 12:30 - 13:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ölkelduvegur 29 -37, afturköllun lóða

Málsnúmer 2207035Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf byggingarfulltrúaembættis, dagsett 5. júlí sl., sem sent var lóðarhafa að Ölkelduvegi 29 -37, um afturköllun lóða í samræmi við fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar.

Á 214. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. mars 2020 var samþykkt úthlutun lóðanna að Ölkelduvegi 29-31 (sem síðar, við skráningu í Þjóðskrá og staðfest við deiliskipulagsbreytingu, varð Ölkelduvegur 29-37). Afgreiðslan var tilkynnt lóðarhafa þann 27. mars 2020, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar, og síðan staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2020.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti erindi lóðarhafa um að framlengja lóðarúthlutunina, á 234. fundi sínum þann 1. mars 2022, og veitti frest til og með 30.06.2022. Var það staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi hennar þann 10. mars 2022. Þar sem gögn til að uppfylla skilyrði til heimildar til útgáfu byggingarleyfis höfðu ekki verið lögð fram áður en frestur rann út, sbr. gr. 3 í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði, var lóðarhafa tilkynnt með bréfi og tölvupósti dagsettum 5. júlí sl. að framlengd úthlutun lóðanna, í samræmi við veittan frest, væri fallin úr gildi.

Lóðirnar voru í framhaldi af því færðar aftur á lista yfir lausar lóðir sem byggingarfulltrúi gerir og uppfærir og birtur er á vef bæjarins, sbr. gr. 1.2. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.

Lagt fram til kynningar.

2.Ölkelduvegur 29-37, umsókn um lóð

Málsnúmer 2207025Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Nebyggðar ehf. dags. 6. júlí 2022 þar sem sótt er um raðhúsalóð við Ölkelduveg 29 - 37.
Farið var yfir úthlutunarreglur Grundarfjarðarbæjar á lóðum. Umsóttar lóðir tilheyra deiliskipulagi sem staðfest var upphaflega 2003, en auk þess var gerð óveruleg deiliskipulagsbreyting á lóðunum 2021.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Nesbyggð ehf. lóðunum við Ölkelduveg 29 - 37 til byggingar raðhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

3.Hallbjarnareyrarland - stofnun lóða

Málsnúmer 2101010Vakta málsnúmer

Með bréfi Ríkiseigna, móttekið 21. janúar 2021, er óskað eftir stofnun lóðar í landi Hallbjarnareyrar og breytingu á nöfnum eldri lóða og uppfærslu á stærð og mörkum í landeignaskrá.

Erindinu fylgir hnitsett loftmyndakort/lóðablað dagsett 19.11.2020 fyrir hina nýju lóð og nærliggjandi lóðir, sem teknar eru úr ríkisjörðinni Hallbjarnareyri, L136609.
Kortið afmarkar þrjár frístundalóðir við gamla bæjarstæði ríkisjarðarinnar Hallbjarnareyri, L136609, og heiti sem þeim eru gefin til aðgreiningar frá hvor annarri og upprunajörðinni, eins og segir í texta kortsins. Kvöð er um aðkomu að lóðunum eftir Hallbjarnareyrarvegi í landi Hallbjarnareyrar.

Erindið hafði verið tekið fyrir á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. janúar 2021 en var þá einungis lagt fram til kynningar.

Nánar tiltekið er óskað eftir eftirfarandi:

Vegna fasteignarinnar "Hallbjarnareyri", skráð sem "sumarbústaðaland" með landeignanúmerinu L136610, nú skráð 6.900 m2, verði gerðar eftirfarandi breytingar sbr. erindi Ríkiseigna:

- Stofnun nýrrar lóðar í landi Hallbjarnareyrar, sem fái heitið „Hallbjarnareyrarland 2“ og nýtt landnúmer. Um er að ræða 6.138 m2 frístundalóð undir matshluta 01 frá Hallbjarnareyri, L136610, sem er sumarhús byggt árið 1989. Eigandi nýju lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðendur hennar og eigendur matshluta eru Örn Þór Alfreðsson og Stella María Óladóttir.

- Breytingu á heiti upprunalóðarinnar, sem hét áður Hallbjarnareyri, en verði Hallbjarnareyrarland 1, L136610. Lóðin er 3.439 m2 frístundalóð undir matshluta 02, sem var upprunalega íbúðarhús jarðarinnar Hallbjarnareyri, byggt árið 1936, en hefur verið endurgert sem sumarbústaður. Eigandi lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðandi lóðarinnar og eigandi matshluta er Svava Guðmundsdóttir.

Vegna fasteignarinnar "Hallbjarnareyrarland", með landeignanúmerinu L136611, sumarbústaðaland, nú skráð 10.000 m2 að stærð:

- Lögð fram hnitsetning á lóðinni Hallbjarnareyrarland, L136611, fyrir landeignaskrá og uppfærsla á stærð lóðar. Lóðin verði 10.007 m2 frístundalóð undir matshluta 01, sem er eldra hús ríkisjarðarinnar Hallbjarnareyri, byggt árið 1927, en hefur verið endurgert sem sumarbústaður. Eigandi lóðarinnar er Ríkissjóður Íslands, en umráðandi lóðarinnar og eigandi matshluta er Hrafnhildur Pálsdóttir.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti erindi Ríkiseigna, en felur starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs að kanna hvort Ríkiseignir hafi kynnt framangreindar breytingar fyrir hagsmunaaðilum/nágrönnum eða hvort þörf sé á að kynna þær af hálfu bæjarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn/bæjarráð samþykki í framhaldinu framangreindar tillögur.

Samþykkt samhljóða.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 13:30.