Lögð fram til afgreiðslu umsókn Nebyggðar ehf. dags. 6. júlí 2022 þar sem sótt er um raðhúsalóð við Ölkelduveg 29 - 37.
Farið var yfir úthlutunarreglur Grundarfjarðarbæjar á lóðum. Umsóttar lóðir tilheyra deiliskipulagi sem staðfest var upphaflega 2003, en auk þess var gerð óveruleg deiliskipulagsbreyting á lóðunum 2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Nesbyggð ehf. lóðunum við Ölkelduveg 29 - 37 til byggingar raðhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Nesbyggð ehf. lóðunum við Ölkelduveg 29 - 37 til byggingar raðhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum, með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.