Lagt er fram bréf byggingarfulltrúaembættis, dagsett 5. júlí sl., sem sent var lóðarhafa að Ölkelduvegi 29 -37, um afturköllun lóða í samræmi við fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar.
Á 214. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. mars 2020 var samþykkt úthlutun lóðanna að Ölkelduvegi 29-31 (sem síðar, við skráningu í Þjóðskrá og staðfest við deiliskipulagsbreytingu, varð Ölkelduvegur 29-37). Afgreiðslan var tilkynnt lóðarhafa þann 27. mars 2020, með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar, og síðan staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2020.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti erindi lóðarhafa um að framlengja lóðarúthlutunina, á 234. fundi sínum þann 1. mars 2022, og veitti frest til og með 30.06.2022. Var það staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi hennar þann 10. mars 2022. Þar sem gögn til að uppfylla skilyrði til heimildar til útgáfu byggingarleyfis höfðu ekki verið lögð fram áður en frestur rann út, sbr. gr. 3 í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði, var lóðarhafa tilkynnt með bréfi og tölvupósti dagsettum 5. júlí sl. að framlengd úthlutun lóðanna, í samræmi við veittan frest, væri fallin úr gildi.
Lóðirnar voru í framhaldi af því færðar aftur á lista yfir lausar lóðir sem byggingarfulltrúi gerir og uppfærir og birtur er á vef bæjarins, sbr. gr. 1.2. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti erindi lóðarhafa um að framlengja lóðarúthlutunina, á 234. fundi sínum þann 1. mars 2022, og veitti frest til og með 30.06.2022. Var það staðfest af bæjarstjórn á 257. fundi hennar þann 10. mars 2022. Þar sem gögn til að uppfylla skilyrði til heimildar til útgáfu byggingarleyfis höfðu ekki verið lögð fram áður en frestur rann út, sbr. gr. 3 í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði, var lóðarhafa tilkynnt með bréfi og tölvupósti dagsettum 5. júlí sl. að framlengd úthlutun lóðanna, í samræmi við veittan frest, væri fallin úr gildi.
Lóðirnar voru í framhaldi af því færðar aftur á lista yfir lausar lóðir sem byggingarfulltrúi gerir og uppfærir og birtur er á vef bæjarins, sbr. gr. 1.2. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.
Lagt fram til kynningar.