236. fundur 02. maí 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Þorkell Máni Þorkelsson (ÞMÞ)
    Aðalmaður: Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
    Aðalmaður: Helena María Jónsdóttir (HMJ)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi situr fundinn í fjarfundi.

1.Borgarbraut 1 - Byggingarleyfi vegna þakskipta

Málsnúmer 2204023Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi til endurnýjunar á þaki á húsi fyrirtækisins á Borgarbraut 1 í Grundarfirði. Húsið er í dag nýtt sem áhaldahúsgeymsla.
Haustið 2021 fauk hluti þaks í óveðri sem gekk yfir og er núverandi þak í slæmu ástandi. Breytingar eru gerðar á burðarvirki þaksins og telur byggingarfulltrúi að fyrirhuguð framkvæmd sé háð byggingarleyfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsókn um endurnýjun á þaki húss við Borgarbraut 1 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.

2.Hallbjarnareyri - Byggingarleyfi, stækkun á húsi

Málsnúmer 2204024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild vegna stækkunar á sumarhúsi í landi Hallbjarnareyrar (F2114650).
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar er jörðin Hallbjarnareyri skilgreind sem landbúnaðarsvæði (L136610) og er hún í eigu Ríkissjóðs. Lóðarleigusamningur er í gildi frá 2012. Í samningnum er ekki er kveðið á um hámarksfermetrafjölda sumarhússins.

Núverandi sumarhús, sem byggt var árið 1989, er skráð 40,3 m2 en eftir stækkun verður það samtals 164,3 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umsókn um stækkun sumarhúss í landi Hallbjarnareyrar og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.

3.Kirkjufellsfoss - framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar aðstöðu á áningarstað

Málsnúmer 2204026Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Grundarfjarðarbæjar um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar áningarstaðar fyrir ferðamenn við Kirkjufellsfoss.

Áður hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýs bílastæðis og er þeirri framkvæmd að mestu lokið. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins frá 2018, að frátöldum rampi sunnan við útsýnisstíginn sem er viðbót. Hins vegar er lega göngustíga sýnd í deiliskipulagi svæðisins sem leiðbeinandi lína. Jafnframt er í deiliskipulaginu kveðið á um að efnisnotkun skuli taka mið af náttúru svæðisins.

Nú er unnið að verkteikningum og undirbúningi verðkönnunar eða útboða einstakra verkþátta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar við Kirkjufellsfoss og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar endanlegar verkteikningar liggja fyrir.

Jafnframt telur nefndin að tillaga að rampi, sem liggur sunnan við útsýnisstíginn, samræmist vilja sveitarfélagsins um bætt aðgengi eins og tekið er fram í deiliskipulaginu. Nefndin telur einnig að tillaga að efnisnotkun henti vel á þessum fjölmenna ferðamannastað.

4.Samgöngustofa - Umferðarþing 23. september 2022

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu dags. 27. apríl sl. um Umferðarþing sem haldið verður 23. september nk.
Fylgiskjöl:

5.Matvælastofnun - Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi

Málsnúmer 2205001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi, apríl 2022, og hvernig á að bregðast við.

6.Úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði

Málsnúmer 2205002Vakta málsnúmer

Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, mun umhverfis- og skipulagssvið láta gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði, Stykkishólmi, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi í lok maí eða byrjun júní 2022. Í skýrslunni verða settar fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki t.d. Römpum upp Ísland.

7.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir og fóru yfir önnur mál sem eru í vinnslu.
Í lok fundar þökkuðu fundarmenn fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:00.