Lögð er fram umsókn Grundarfjarðarbæjar um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar áningarstaðar fyrir ferðamenn við Kirkjufellsfoss.
Áður hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýs bílastæðis og er þeirri framkvæmd að mestu lokið. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins frá 2018, að frátöldum rampi sunnan við útsýnisstíginn sem er viðbót. Hins vegar er lega göngustíga sýnd í deiliskipulagi svæðisins sem leiðbeinandi lína. Jafnframt er í deiliskipulaginu kveðið á um að efnisnotkun skuli taka mið af náttúru svæðisins.
Nú er unnið að verkteikningum og undirbúningi verðkönnunar eða útboða einstakra verkþátta.
Jafnframt telur nefndin að tillaga að rampi, sem liggur sunnan við útsýnisstíginn, samræmist vilja sveitarfélagsins um bætt aðgengi eins og tekið er fram í deiliskipulaginu. Nefndin telur einnig að tillaga að efnisnotkun henti vel á þessum fjölmenna ferðamannastað.