Sótt er um byggingarleyfi til endurnýjunar á þaki á húsi fyrirtækisins á Borgarbraut 1 í Grundarfirði. Húsið er í dag nýtt sem áhaldahúsgeymsla.
Haustið 2021 fauk hluti þaks í óveðri sem gekk yfir og er núverandi þak í slæmu ástandi. Breytingar eru gerðar á burðarvirki þaksins og telur byggingarfulltrúi að fyrirhuguð framkvæmd sé háð byggingarleyfi.