Málsnúmer 2106032Vakta málsnúmer
Fyrir liggur umsókn ASK arkitekta dags. 30. júní 2021 f.h. Guðmundar Runólfssonar hf. um byggingarleyfi húss fyrir nýtt netaverkstæði við Nesveg 4a, í samræmi við og í framhaldi af afgreiðslu á lið nr. 3.
Í umsókninni kemur fram að sótt sé um fyrri hluta veitingar byggingarleyfis eða “samþykkt byggingaráforma" sbr. byggingarreglugerð. Með umsókninni fylgdu gögn í samræmi við 2. mgr. í 2.4.1. gr. byggingarreglugerðar um byggingarleyfi (vegna samþykktar byggingaráforma), þ.e. aðaluppdrættir, skráningartafla húss, greinargerð brunahönnuðar, o.fl.
Fram kemur að séruppdrættir sem þurfi til veitingar byggingarleyfis séu langt komnir og uppdrættir sem snúi að sökklum og botnplötu séu nánast tilbúnir og verði lagðir inn mjög fljótlega. Byggingarstjórar og iðnmeistarar verksins verði sömuleiðis tilkynntir á næstunni.