Vignir vék af fundi undir næsta lið, dagskrárlið 5.
Lögð er fram umsókn um útlitsbreytingu á húsi að Hlíðarvegi 1. Skipt verður um klæðningu húss og glugga á tveimur hliðum þess. Settir verða gluggar sem standast reglugerð og sett verður lituð járnklæðning í stað timburklæðningar.
Lagðar fram teikningar ásamt umsókn um leyfi vegna útlitsbreytingar á húsi að Hlíðarvegi 1 eins og nánar er tilgreint hér að ofan. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt til nærliggjandi lóðarhafa þar sem breyting telst ekki óveruleg vegna útlitsbreytingar á gluggum og klæðningu húss, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 5, 7 og Hlíðarvegi 3.