Signý Gunnarsdóttir vék af fundi undir næsta lið, dagskrárlið 7.
Lögð er fram fyrirspurn um skipulagsákvæði vegna mögulegs atvinnureksturs á Grundargötu 24. Fyrirspurnin snýst um hvort þar megi starfrækja kaffihús og kaffibrennslu.
Lagt fyrir nefnd í fjarveru skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrirspurnina og óskar eftir nánari upplýsingum um eðli og umfang á umræddri starfsemi til að geta svarað því hvort hún samræmist skilgreiningu skipulagsreglugerðar og Aðalskipulags Grundarfjarðar sem minniháttar starfsemi á íbúðasvæði. Nefndin felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.