192. fundur 27. júní 2018 kl. 16:30 - 18:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara
Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Unnur Þóra Sigurðardóttir, samþykkt samhljóða.
Varaformaður Vignir Smári Maríasson, samþykkt samhljóða.
Ritari - Skipulags-og byggingarfulltrúi, samþykkt samhljóða.

Erindisbréf kynnt fyrir fundarmönnum.

2.Stjórnsýslulög

Málsnúmer 1406005Vakta málsnúmer

Farið yfir siðareglur og reglur nefndarmanna um vanhæfi.

Erindi kynnt fyrir fundarmönnum.

3.Fellasneið 8, lóðaumsókn

Málsnúmer 1801049Vakta málsnúmer

Fellasneið 8 Árni Þór Hilmarsson óskar eftir byggingu einbýlishús samkvæmt fyrirliggjandi teikningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og hvetur lóðarhafa til að sækja um byggingarleyfi og skila inn fullnægjandi gögnum.

4.Fundartími nefnda

Málsnúmer 1806019Vakta málsnúmer


Lagt til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl 17:00

5.Grundarfjarðarflugvöllur. Bygging flugskýlis.

Málsnúmer 1802038Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir bygginga 320 m2 flugskýlis við Grundarfjarðarflugvöll
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið.

6.Umhverfisrölt

Málsnúmer 1806022Vakta málsnúmer

Grundarfjörður var lengi þekktur fyrir að vera einstaklega snyrtilegur og fallegur bær, þar sem íbúar lögðu mikinn metnað í að snyrta til í kringum sig. Við getum alltaf gert betur í þessum málum og að því viljum við stefna - að vera þekkt fyrir snyrtilegt bæjarfélag í fallegu umhverfi.

Nú í ár verður bæjarhátíðin okkar Á góðri stund haldin í 20. skiptið og er því aldrei betri ástæða en nú til að snyrta og fegra í kringum okkur.

Það ætlum við að gera í samráði við íbúa og þess vegna býður skipulags- og umhverfisnefnd nú til umhverfisrölts. Nefndin vonast til að íbúar sjái sér fært að ganga með fulltrúum nefndarinnar og bæjarins um bæinn og sín hverfi og ræða hvað betur megi fara, hvernig best sé að framkvæma það sem hægt er að færa til betri vegar og að sjálfsögðu hvernig við getum passað uppá það sem vel hefur verið gert.

Skipulags- og umhverfisnefnd vill boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarstjóri, fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar og fulltrúi áhaldahúss munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum, ræða um það sem við getum lagað í umhirðu og frágangi svæða og vinna svo saman að úrlausnum ábendinga. Samhliða verði hvatt til hreinsunarátaks bæjarbúa, sem boðið verði að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í pokum sem síðan verða sóttir fimmtudaginn 19. júlí nk. Laugardaginn 21. júlí verði svo lengri opnun á gámstöðinni eða frá 11:00 til 16:00 ?. Markmiðið er að við hjálpumst öll að við að gera snyrtilegt í kringum okkur og tökum svo stolt á móti gestum í 20. sinn á bæjarhátíðinni okkar í enda mánaðarins.

Ábendingar og tillögur ásamt mynd má einnig senda með tölvupósti. bygg@grundarfjordur.is eða thorsteinn@grundarfjordur.is

Rauða hverfið: 2 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Grundargötu 59
Græna hverfið: 3 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá búðinni
Bláa hverfið: 4 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Sögumiðstöðinni
Gula hverfið: 5 júlí kl 20:30 - Hittumst á víkingasvæðinu
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að kanna möguleika á lengri opnun þann 21 júlí eða frá 11:00 - 16:00 ásamt því að hafa samráð við starfsmenn áhaldahús og fela þeim að sækja pokana þann 19 júlí.

Einnig er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa umhverfisröltið í samráði við bæjarskrifstofu.


7.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Alta leggur til að kynningarfundur vegna nýs aðalskipulags verði haldinn þann 13 ágúst nk.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda kynningarfund fyrir aðalskipulagið þann 13 ágúst og leggur til að fundurinn verði haldin með eftirfarandi fyrirkomulagi:
Opið hús með stuttum kynningum: Þannig gefst íbúum tækifæri til þess að kynna sér nýtt Aðalskipulag og mun skipulagsráðgjafi sitja fyrir svörum ásamt því að halda 2 stuttar kynningar á fyrirfram auglýstum tíma á meðan opið er.

Skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarstjóra og starfsmenn Alta falið að útfæra, skipuleggja og auglýsa fundinn nánar.

Fundi slitið - kl. 18:20.