Málsnúmer 1806022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Bæjarstjórn leggur áherslu á fegrun, hreinsun og góða umgengni í bænum. Ásýnd hins byggða umhverfis og sveitanna okkar er dýrmæt og mikilvægt að snyrtimennska og virðing við náttúruna sé höfð að leiðarljósi. Vilji er til að skoða hvar bærinn getur gert enn betur, hvetja bæjarbúa og mynda samstöðu um góða umgengni.

Til máls tóku JÓK og RG.

Komið verði á umhverfisrölti strax í júlí, þar sem bæjarfulltrúar og fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar, sem og starfsmenn bæjarins eftir atvikum, bjóða íbúum í göngu, þar sem skoðuð verði afmörkuð svæði bæjarins og rætt um umhverfismál og tækifæri til fegrunar og hreinsunar þeirra. Röltið verði auglýst og íbúar hvattir til að taka þátt. Byrjað verði á þéttbýlinu. Hvatning og möguleg verðlaunaveiting til íbúa fyrir snyrtimennsku verði útfærð og sé í höndum skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 192. fundur - 27.06.2018

Grundarfjörður var lengi þekktur fyrir að vera einstaklega snyrtilegur og fallegur bær, þar sem íbúar lögðu mikinn metnað í að snyrta til í kringum sig. Við getum alltaf gert betur í þessum málum og að því viljum við stefna - að vera þekkt fyrir snyrtilegt bæjarfélag í fallegu umhverfi.

Nú í ár verður bæjarhátíðin okkar Á góðri stund haldin í 20. skiptið og er því aldrei betri ástæða en nú til að snyrta og fegra í kringum okkur.

Það ætlum við að gera í samráði við íbúa og þess vegna býður skipulags- og umhverfisnefnd nú til umhverfisrölts. Nefndin vonast til að íbúar sjái sér fært að ganga með fulltrúum nefndarinnar og bæjarins um bæinn og sín hverfi og ræða hvað betur megi fara, hvernig best sé að framkvæma það sem hægt er að færa til betri vegar og að sjálfsögðu hvernig við getum passað uppá það sem vel hefur verið gert.

Skipulags- og umhverfisnefnd vill boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarstjóri, fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar og fulltrúi áhaldahúss munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum, ræða um það sem við getum lagað í umhirðu og frágangi svæða og vinna svo saman að úrlausnum ábendinga. Samhliða verði hvatt til hreinsunarátaks bæjarbúa, sem boðið verði að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í pokum sem síðan verða sóttir fimmtudaginn 19. júlí nk. Laugardaginn 21. júlí verði svo lengri opnun á gámstöðinni eða frá 11:00 til 16:00 ?. Markmiðið er að við hjálpumst öll að við að gera snyrtilegt í kringum okkur og tökum svo stolt á móti gestum í 20. sinn á bæjarhátíðinni okkar í enda mánaðarins.

Ábendingar og tillögur ásamt mynd má einnig senda með tölvupósti. bygg@grundarfjordur.is eða thorsteinn@grundarfjordur.is

Rauða hverfið: 2 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Grundargötu 59
Græna hverfið: 3 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá búðinni
Bláa hverfið: 4 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Sögumiðstöðinni
Gula hverfið: 5 júlí kl 20:30 - Hittumst á víkingasvæðinu
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að kanna möguleika á lengri opnun þann 21 júlí eða frá 11:00 - 16:00 ásamt því að hafa samráð við starfsmenn áhaldahús og fela þeim að sækja pokana þann 19 júlí.

Einnig er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa umhverfisröltið í samráði við bæjarskrifstofu.


Bæjarráð - 514. fundur - 28.06.2018

Bæjarstjórn fól skipulags- og umhverfisnefnd að útfæra umhverfisrölt. Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að boðað verði til umhverfisrölts í hverfum bæjarins. Umhverfisröltið yrði sérstaklega auglýst.

Bæjarráð fagnar hugmyndum skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisrölti 2.-5. júlí nk. Rölt verður um rauða hverfið mánudaginn 2. júlí, kl. 20:30, græna hverfið þriðjudaginn 3. júlí, kl. 20:30, bláa hverfið miðvikudaginn 4. júlí, kl. 20:30 og gula hverfið fimmtudaginn 5. júlí, kl. 20:30.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Gerð grein fyrir umhverfisrölti 2018, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar röltu um bæinn með bæjarbúum. Lögð fram samantekt með ábendingum um ýmsa þætti sem betur mega fara og nauðsynlegt er að lagfæra.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við áhaldahús bæjarins að forgangsraða verkefnum og lagfæra það sem unnt er að lagfæra strax.

Bæjarráð sendir jafnframt samantektina til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 193. fundur - 24.07.2018

Farið var yfir umhverfisskýrslu, hún skoðuð og rædd.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar efti því að blóm verði sett í blómaker bæjarins og að passað verði uppá að nægilega margar ruslatunnur
verði til taks fyrir hátíðina okkar.

Einnig viljum við leggja til að verkefni vinnuskólans í framtíðinni verði skoðuð með tilliti til umhverfisskýrslu.

Vert er að kanna hvort hægt sé að koma á samstarfi við Skógræktarfélagið um umhirðu gróðurs á vegum bæjarins.