39. fundur 19. mars 2024 kl. 17:15 - 19:10 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Guðmundur Pálsson (GP)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Gengið var til dagskrár.

Lára Lind Jakobsdóttir, nýr forstöðumaður bókasafns og menningarmála, var boðin velkomin til starfa og á sinn fyrsta fund með menningarnefnd.

1.Bókasafn, upplýsingamiðstöð o.fl. - Starfslýsing

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Vísað í samþykkta starfslýsingu og greinargerð, sem var grunnur að nýju starfi forstöðumanns bókasafns og menningarmála sem auglýst var.



Nú í byrjun mars tók Lára Lind Jakobsdóttir við því starfi.

Farið var yfir áherslur í starfinu, breytingar, framkvæmdir og fleira.

2.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Staða Sögumiðstöðvar og verkframkvæmda sbr. fjárhagsáætlun 2024.



Til kynningar liggja fyrir fundinum eldri og nýrri teikningar hússins, og uppbyggingaráætlun/hugmyndafræði unnin af Inga Hans Jónssyni 2020-2021, sem unnið hefur verið eftir.



Bæjarstjóri fór yfir þá fjármuni sem ætlaðir eru í framkvæmdir í Sögumiðstöð á árinu. Til stendur að halda áfram framkvæmdum við endurbætur hússins.

Rætt um fyrirkomulag í húsinu og endurbætur.

3.Grundapol, vinabæjafélag - fundarpunktar 1. des. 2023

Málsnúmer 2312013Vakta málsnúmer

Rætt um vinabæjasamskipti við vinabæ okkar, Paimpol á Brittaníuskaga.



GrundaPol-félagið í Paimpol hefur sett upp dagskrá og boðið til heimsóknar í tilefni af 20 ára afmæli vinabæjasamskiptanna.

Rætt um fyrirhugaða heimsókn fulltrúa bæjarins, fulltrúa GrundaPol-félagsins í Grundarfirði og annarra gesta til Paimpol í október 2024.
GrundaPol-félagið í Grundarfirði hefur verið í sambandi við félagið í Paimpol um nánari undirbúning.

Einnig rætt um aðra viðburði á árinu vegna þessa. Stjórn GrundaPol í Grundarfirði hefur m.a. í undirbúningi að hækka upp undirstöður undir keltneska krossinn á Grundarkampi, sem er gjöf vina okkar í Paimpol til bæjarbúa.

4.Útiljósmyndasýning - menningarstyrkur

Málsnúmer 2303008Vakta málsnúmer

Fyrir liggja eftirstöðvar af menningarstyrk bæjarins úr Uppbyggingarsjóði til að setja upp stand fyrir útiljósmyndasýningu eða annarskonar sýningarefni í Grundarfirði.



Rætt um framkvæmd.

5.SSV - Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi

Málsnúmer 2309037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla útgefin af SSV í september 2023, um viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi.



6.Rannís - Styrkjatækifæri bókasafnsjóður umsóknarfrestur 15. mars

Málsnúmer 2402009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Bókasafnasjóðs/Rannís, dags. 7. febrúar 2024, þar sem kynntir eru styrkir úr sjóðnum til rannsókna og þróunar- og samstarfsverkefna á sviði bókasafns- og upplýsingamála.



Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum eða með aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.



Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:10.