Grundarfjarðarbær sótti um og fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2019 vegna útiljósmyndasýninga í Grundarfirði. Hugmyndafræðin á bak við umsóknina var að útbúa færanleg skilti fyrir flökkuljósmyndasýningar og upplýsingar til íbúa og gesta.
Grundarfjarðarbær hefur fengið til liðs við sig úkraínsku listamennina Helen og Mykola sem hafa nú hannað skilti sem er færanlegt, fellur að landslagi í mótun og litum ásamt því að koma með skemmtilega nýjung inn.