Lagðir fram til kynningar fundarpunktar Grundapol félagsins í Grundarfirði frá 1. desember sl. Tilefni fundar var einkum undirbúningur vegna 20 ára afmælis vinabæjartengsla við Paimpol í Frakklandi á næsta ári og boð franska Grundapol félagsins til afmælishátíðar í Paimpol af því tilefni.
Fundargerðinni er vísað til menningarnefndar til umræðu.
Rætt um vinabæjasamskipti við vinabæ okkar, Paimpol á Brittaníuskaga.
GrundaPol-félagið í Paimpol hefur sett upp dagskrá og boðið til heimsóknar í tilefni af 20 ára afmæli vinabæjasamskiptanna.
Rætt um fyrirhugaða heimsókn fulltrúa bæjarins, fulltrúa GrundaPol-félagsins í Grundarfirði og annarra gesta til Paimpol í október 2024.
GrundaPol-félagið í Grundarfirði hefur verið í sambandi við félagið í Paimpol um nánari undirbúning.
Einnig rætt um aðra viðburði á árinu vegna þessa. Stjórn GrundaPol í Grundarfirði hefur m.a. í undirbúningi að hækka upp undirstöður undir keltneska krossinn á Grundarkampi, sem er gjöf vina okkar í Paimpol til bæjarbúa.