Á 208. fundi bæjarstjórnar þann 1. nóvember 2017 var fjallað um fundargerð menningarnefndar og bókað að bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins.
Á fundi bæjarstjórnar á morgun liggur fyrir tillaga um að móta stefnu um menningarmál sem skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu og hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva.
Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.