Málsnúmer 1801047

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 12. fundur - 31.01.2018

Bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins. Menningarnefnd mun kynna sér málin nánar og gera tillögu að stefnu.

Menningarnefnd - 14. fundur - 13.04.2018

Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með mikla aukningu í notkun á Samkomuhúsinu undanfarið ár. Þar hefur aðstaðan verið bætt; s.s. sett upp nýtt brunavarnarkerfi, hljóðkerfi, uppþvottavél og skjávarpi. Þá er húsið hreinna og snyrtilegra en hefur verið í langan tíma. Enn þarf margt að bæta og er þar brýnast að bæta vinnuaðstöðu í eldhúsi.
Samkomuhúsið er menningarhús samfélagsins, til þess gert að ýta undir menningu, samkomur og skemmtun bæjarbúa. Þess vegna telur menningarnefndin að það eigi að koma til móts við þá sem vilja nota húsið, eins og hægt er.

Sögumiðstöðin er einnig menningarhús bæjarins. Sjá lið nr. 1 í fundargerð.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Á 208. fundi bæjarstjórnar þann 1. nóvember 2017 var fjallað um fundargerð menningarnefndar og bókað að bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins.
Á fundi bæjarstjórnar á morgun liggur fyrir tillaga um að móta stefnu um menningarmál sem skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu og hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva.
Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.

Nefndin fagnar hugmyndum um að móta stefnu í menningarmálum og lýsir sig reiðubúna að taka þátt í því starfi.