Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október.
Rætt um mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna í þessa veru. Formaður og varaformaður munu fara og hitta skólastjóra grunnskóla og ræða við hann um möguleika til að ýta undir virkan ferðamáta.
Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október.
Nefndin tekur undir bókun íþrótta- og æskulýðsnefndar á fundi dags. 10. september, þar sem undirstrikað er mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna um að nýta sér virka ferðamáta. Í tengslum við þetta vill skólanefnd minna á mikilvægi þess að umferðarleiðir barna til og frá skóla séu greiðar og öruggar, og að umferðarhraða sé haldið í lágmarki.
Formaður og varaformaður munu fara og hitta skólastjóra grunnskóla og ræða við hann um möguleika til að ýta undir virkan ferðamáta.