16. fundur 14. nóvember 2024 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Grundarfjarðarhöfn - Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2411010Vakta málsnúmer

Til umræðu eru áform um viðbyggingu þjónustuhúss við hús hafnarinnar við Nesveg 2.



Lagðar fram tillöguteikningar af viðbyggingu, unnar af W7 slf., Sigurbjarti Loftssyni.
Teikningarnar sýna mismunandi útfærslur húss, hvað varðar lögun og staðsetningu viðbyggingar, sem yrði um 125 m2 að stærð.
Viðbygging kæmi sunnan við núverandi hafnarhús, en á því svæði er byggingarreitur skv. gildandi deiliskipulagi, sem heimilar stækkun hússins á svæðinu.

Lögð fram frumdrög að þarfagreiningu sem hafnarstjóri hefur sett fram.
Hafnarstjórn fór yfir þær þarfir sem fyrir liggja vegna starfsemi hafnarinnar og kalla á betri aðstöðu, einkum til að þjónusta gesti skemmtiferðaskipa og starfsfólk sem kemur að móttöku skipa og gesta. Um er að ræða salernisaðstöðu, rými fyrir leiðsögumenn, bílstjóra, upplýsingagjöf o.fl.
Stækkun hafnarhúss er þó einnig hugsuð til að mæta þörf fyrir bætta aðstöðu starfsmanna hafnarinnar, vegna aukinna umsvifa en einnig vegna þess að kröfur til slíkrar aðstöðu hafa breyst frá því húsið var reist.

Með byggingu salerna í þjónustuhúsi skapast tækifæri til að hafa almenningssalerni á einum stað og þar með leggja af þá bráðabirgðaaðstöðu v. almenningssalerna, sem sett var upp í samkomuhúsinu 2019.


Hafnarstjórn vann nánar í þarfagreiningu, sem er grunnur og forsendur fyrir ákvörðun um viðbyggingu, stærð hennar og skipulagi.
Einnig fór hafnarstjórn yfir tillöguteikningarnar, sem eru til áframhaldandi vinnslu.

Hafnarstjórn hefur lagt til við bæjarstjórn að þessi viðbygging sé hluti af framkvæmdum Grundarfjarðarhafnar 2025.
Hafnarstjórn leggur til að allt kapp verði lagt á að byggingin rísi á næstu mánuðum og að hægt verði að nota hana, eða mestan hluta hennar, vorið 2025.

2.Grundarfjarðarhöfn - Komur skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld (bandormur) þar sem m.a. er að finna áform um að sérstakt, nýtt innviðagjald verði lagt á gesti skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands.

Sjá slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/155/s/0307.pdf



Einnig lögð fram grein sem bæjarstjóri/formaður hafnarstjórnar skrifaði og birstist á visir.is um þessi áform og um áhrif slíkrar gjaldtöku af gestum skemmtiferðaskipa.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 10:00.