Málsnúmer 2409003

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 13. fundur - 05.09.2024

Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2024, þar sem kynnt er fyrirhuguð landfylling sunnan Miðgarðs og tilheyrandi efnistaka á sjávarbotni á Grundarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag.



Fyrirhuguð stækkun þessa efnistökusvæðis telst tilkynningarskyld framkvæmd skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 2.02 í 1. viðauka laganna. Óskað er leiðbeininga frá Skipulagsstofnun um hvernig fyrirhuguð stækkun Grundarfjarðarhafnar með 4,67 ha landfyllingu, sbr. mynd 1, framangreinda lýsingu og fylgiskjal, fellur undir lögin um umhverfismat framkvæmda og áætlana.