Hafnarstjóri sagði frá því að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefði þann 27. maí sl. samþykkt starfsleyfi hafnarinnar fyrir móttöku og geymslu á grjót- og malarefni vegna uppbyggingar á landfyllingu á suðursvæði hafnarinnar. Með því er höfninni leyfilegt að taka við jarðvegsefni og "lagera" það á hafnarsvæðinu og nýta síðan til aukningar á landi.