Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2024 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025-2027, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2023 og 2024. Sömuleiðis fjárfestingaáætlun fyrir 2024 til fyrri umræðu.
Einnig lagt fram minnisblað Sambandsins með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu.
Til hliðsjónar fyrir bæjarfulltrúa er einnig lögð fram samantekt Haraldar Líndal Haraldssonar úr úttekt fyrir Grundarfjarðarbæ sem unnin var 2020 á fjármálum og stjórnsýslu (fjármálakaflinn). Þar er að finna tillögur sem unnið hefur verið eftir við fjármálastjórn og í starfsemi bæjarins.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög sem verða unnin áfram.