Málsnúmer 2309002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög sem verða unnin áfram.

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Lögð fram tímaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2024-2027.



Jafnframt lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

Farið yfir tímaáætlun og forsendur.

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana, sbr. framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einnig lögð fram tímaáætlun funda bæjarráðs og bæjarstjórnar út árið 2023 vegna fjárhagsáætlunargerðar.



Aukið bæjarráð mun vinna að gerð fjárhagsáætlunar á næstu vikum.
Bæjarráð stefnir á að hitta forstöðumenn stofnana miðvikudaginn 11. október nk.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 612. fundur - 18.10.2023

Umræða um rekstur og fjárfestingar 2024.

Forstöðumenn og fleiri koma inn á fundinn til samtals.

Farið var yfir þær rekstraráætlanir sem fyrir liggja, sem og óskir forstöðumanna um viðhaldsverkefni, búnað og fjárfestingar á árinu 2024.

Inná fundinn komu:

Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri, kl. 8:50-9:30
Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri, kl. 9:33-10:09.
Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla, kl. 10:10-10:30
Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóri og verkstjóri áhaldahúss, kl. 10:30-11:10.

Kl. 11:10-11:40; Umræða um framkvæmdir og verkefni almennt, samninga við verktaka og verklag. Valgeir, Bergvin Sævar Guðmundsson eignaumsjón, Þuríður G. Jóhannesdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

11:40-12:15; Sævar og Þurí vegna mannvirkja eignasjóðs, þ.e. húsnæði grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúss, leikskóla, samkomuhúss, íbúða Hrannarstíg 18 og 28-40, tjaldsvæðis.
12:45 Óli og Sævar, v. tjaldsvæði, íþróttahús, spennistöð.

Forstöðumönnum var þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

Ágústa Einarsdóttir vék af fundi kl. 10:10.

Bæjarráð - 613. fundur - 26.10.2023

Lögð fram tekjuáætlun ársins 2024 vegna A-hluta.

Farið yfir tekjuáætlun og fleira.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2024-2027. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2024 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025-2027, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2023 og 2024. Sömuleiðis fjárfestingaáætlun fyrir 2024 til fyrri umræðu.



Einnig lagt fram minnisblað Sambandsins með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu.



Til hliðsjónar fyrir bæjarfulltrúa er einnig lögð fram samantekt Haraldar Líndal Haraldssonar úr úttekt fyrir Grundarfjarðarbæ sem unnin var 2020 á fjármálum og stjórnsýslu (fjármálakaflinn). Þar er að finna tillögur sem unnið hefur verið eftir við fjármálastjórn og í starfsemi bæjarins.





Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlunin verður tekin til umræðu í bæjarráði áður en að síðari umræðu kemur.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 615. fundur - 01.12.2023

Lögð fram endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2024 og rekstraráætlun 2024, sem sýnir breytingar á rekstri frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Uppfærð fjárfestingaáætlun samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun 2024-2027 ásamt greinargerð með fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun ársins 2024 kynnt við síðari umræðu í bæjarstjórn. Farið yfir áætlaðan rekstur, efnahag og sjóðsstreymi, auk útlistunar á breytingum sem hafa orðið milli umræðna. Jafnframt farið yfir þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2024 fyrir A- og B-hluta eru heildartekjur áætlaðar 1.729,8 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 936,4 millj. kr., önnur rekstrargjöld 516,1 millj. kr. og afskriftir 74,7 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 202,6 millj. kr. Gert er ráð fyrir 153,3 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2024 gerir ráð fyrir 49,2 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu (A- og B-hluta).

Skv. sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar er veltufé frá rekstri 260,3 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2024. Ráðgert er að fjárfestingar verði 214,0 millj. kr., afborganir lána 164,8 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 100 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 17,1 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2024 er því áætlað 49,2 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2024 fram eins og ráðgert er.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 279. fundur - 11.01.2024

Lagt fram minnisblað með bókunum nokkurra sveitarfélaga vegna þjóðarsáttar um gerð kjarasamninga til næstu ára.



Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fylgist náið með viðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Eitt mikilvægasta verkefnið í kjaraviðræðunum er að ná niður verðbólgu og háu vaxtastig. Slíkar hækkanir hafa komið afar illa niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.

Bæjarstjórn telur að samstillt átak allra þurfi til að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Til þess þurfa ríki, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og fyrirtæki landsins að leggjast á eitt og enginn getur skorast undan ábyrgð.

Bæjarstjórn vill leggja sitt af mörkum svo nást megi þjóðarsátt allra aðila og er tilbúin að endurskoða gjaldskrárhækkanir náist þjóðarsátt.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Lögð fram nálgun vegna endurskoðunar á gjaldskrám í tengslum við kjaraviðræður 2024.

Bæjarráð fagnar því að kjarasamningar til fjögurra ára hafi náðst á almennum vinnumarkaði og mun Grundarfjarðarbær taka þátt í þeim aðgerðum sem lagðar eru til í yfirlýsingu ríkistjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að náðst hafi niðurstaða um hóflega hækkun launa á móti aðgerðum ríkis og sveitarfélaga.

Það er von bæjarráðs að samningar á opinberum markaði, sem hafa mest áhrif á launaútgjöld sveitarfélaga, verði sambærilegir við þegar gerða samninga, svo aðgerðir sveitarfélaga við lækkun gjaldskráa skili sér sem best til íbúa og hafi raunveruleg áhrif á verðbólgu og vexti til lengri tíma.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um nálgun við endurskoðun gjaldskráa Grundarfjarðarbæjar, þar sem gjaldskrám hefur verið skipt í þrjá flokka. Gjaldskrár í flokki III, gjaldskrár fyrir grunnþjónustu sem hefur mikil áhrif á barnafjölskyldur, verði teknar til endurskoðunar samkvæmt framangreindu og síðan til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að afla upplýsinga og undirbúa, í samræmi við umræður fundarins. Hvað varðar gjaldfrjálsar skólamáltíðir segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambandsins að sá liður verði útfærður í sameiningu fyrir lok maí 2024.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 286. fundur - 28.05.2024

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Í tillögunni felst áætlun um útgjöld vegna styrks til Golfklúbbsins Vestarrs að fjárhæð 8 millj. kr. vegna fyrirhugaðra kaupa golfklúbbsins á golfvelli félagsins í Suður-Bár (sjá næsta dagskrárlið). Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins og ekki er lagt til að hætt verði við eða dregið úr öðrum fjárfestingum samkvæmt áætlun ársins.



Lagt til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2024, sem felur í sér 8 millj. kr. kostnaðarauka og leiðir jafnframt til 8 millj kr. lakari rekstrarniðurstöðu.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2024 sem felur í sér heimild til 8 millj. kr. kostnaðarauka sem leiðir til 8 millj. kr. lægri rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 627. fundur - 30.10.2024

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024.
Skv. viðaukanum er aukinn kostnaður að fjárhæð 9 millj. kr. einkum vegna aukins kostnaðar við snjómokstur. Áhrif viðauka leiðir til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um 9 millj. kr.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 samþykktur og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Lagður fram til afgreiðslu viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024, sem bæjarráð hefur áður tekið til umfjöllunar.



Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 293. fundur - 12.12.2024

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 sem felur í sér hækkun tekna hafnarinnar um 10 millj. kr. og hækkun á eignfærðum fjárfestingum ársins. Fjárfestingar A-hluta aukast um 17,4 millj. kr. og fjárfestingar B-hluta um 11,5 millj. kr., alls 28,9 millj. kr. Við þessar breytingar lækkar áætlað sjóðssteymi um 18,9 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.