580. fundur 12. desember 2021 kl. 11:00 - 16:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2021

Málsnúmer 2101039Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október og janúar-nóvember 2021.

Samkvæmt yfirlitinu fyrir janúar til nóvember hefur greitt útsvar hækkað um 4,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun á landsvísu á sama tímabili er 8,6%.

Einnig rætt um þróun íbúafjölda. Þann 1. desember 2020 voru 870 íbúar í sveitarfélaginu, en skv. neðangreindri skýrslu gefinni út af Þjóðskrá eru íbúar 841 í dag. Skýrslan geymir rauntímaupplýsingar um ýmsar kennitölur, sjá slóð:

https://storage.googleapis.com/a2p-v2-storage/c382c8ee-08e1-4bef-852c-c7e201484f59?fbclid=IwAR0gjs-JHMZEIE6Kh9LWkaf70G7vRXi3C8WRKaQz49ajX4mce9gYLRrQRy4

Bæjarráð fór yfir ýmis atriði sem snerta lýðfræði og þróun, byggingamál og fleira.

Á næsta ári er fyrirhugað að verði 16 íbúðir (fjölbýli og einbýli) í byggingu í sveitarfélaginu og eitt atvinnuhúsnæði er í byggingu. Á næstunni verður auglýst breyting á deiliskipulagi Ölkeldudals, þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðarlóðum.

3.Launaáætlun 2021

Málsnúmer 2106001Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til nóvember 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

4.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum. Eftir yfirferð bæjarráðs er tillögum að styrkveitingum 2022 vísað til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að stofnaður verði sjóður með það hlutverk að styrkja uppbyggingu félagasamtaka í íþróttum, menningu og samfélagslegum verkefnum. Stofnfé verði ein milljón kr. á árinu 2022 og í framhaldinu verði fast árlegt framlag úr bæjarsjóði að fjárhæð 1,5-2 milljónir króna, þó með fyrirvara um afkomu bæjarsjóðs. Bæjarráð mun ganga frá frekari útfærslu á næstu fundum og leita umsagnar fagnefnda.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Eftirfarandi gögn voru lögð fram:

- Minnisblað um endurskoðaða þjóðhagsspá sem felur m.a. í sér spá um hærri verðbólgu.
- Yfirlit yfir ábendingar íbúa í tengslum við fjárhagsáætlun 2022.
- Endurskoðuð drög að framkvæmdaáætlun ársins 2022
- Uppfærð yfirlit yfir áætluð stöðugildi á stofnunum
- Uppfærð launaáætlun 2022 ásamt samanburði við fyrri áætlun
- Yfirlit yfir helstu kennitölur rekstrar
- Drög að rekstraryfirliti 2022
Farið yfir fyrirliggjandi gögn.

Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar íbúa í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina.

Bæjarráð setur fyrirvara á fjölda stöðugilda í leikskóla. Yfirstandandi er vinna við að skilgreina betur verklag við ákvörðun sérkennslu og stuðnings, þörf fyrir afleysingu o.fl. Bæjarráð mun setja viðmið um barngildi í starfsemi leikskólans í tengslum við þá vinnu.

Fjárhagsáætlun 2022 samþykkt samhljóða.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

6.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstraryfirlit og áætlun vegna leiguíbúða I og II, íbúðir við Hrannarstíg.

Bæjarráð gerir þann fyrirvara við gjaldskrár ársins 2022 að fjárhæð innheimtrar leigu vegna íbúðanna verðir endurskoðuð, m.t.t. raunverulegs kostnaðar við rekstur íbúðanna.

Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og umhverfissviði að skoða upptöku á tengigjaldi fráveitu í núverandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.

7.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2112022Vakta málsnúmer


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárhagsáætlun HeV fyrir árið 2022 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

8.Tilnefning byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer


Fannar Þór Þorfinnsson hefur verið skráður byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Jökull Helgason er þar með afskráður.

Jafnframt hefur Kristín Þorleifsdóttir verið skráð sem skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun síðan í ágúst sl.

Ofangreint er gert í samræmi við samstarfssamning fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Minnisblað um endurskoðaða þjóðhagsspá

Málsnúmer 2112005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðaða þjóðhagsspá.

10.Handverkshópur eldri borgara - Ársuppgjör 2020

Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör handverkshóps eldri borgara vegna ársins 2020.

11.Skíðadeild UMFG - Ársuppgjör 2020

Málsnúmer 2112001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG vegna ársins 2020.

12.Setbergssókn - Ársreikningar 2020

Málsnúmer 2112018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar vegna ársins 2020.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:48.