558. fundur 29. október 2020 kl. 15:00 - 18:19 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2009045Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu myndir af helstu framkvæmdum ársins í viðkomandi stofnunum og tillögur um framkvæmdir og viðhald húsnæðis, tækjakaup o.fl. á komandi fjárhagsári.
Í staðinn fyrir heimsóknir bæjarráðs í stofnanir bæjarins, fékk bæjarráð forstöðumenn í heimsókn inná fjarfund og fór með þeim yfir stöðu verklegra framkvæmda og fjárfestingarverkefna ársins 2020. Sýndar voru myndir af framkvæmdum og endurbótum sem átt hafa sér staða á síðustu mánuðum, í stofnunum, auk þess sem farið var yfir þarfir stofnana fyrir komandi fjárhagsár.

Inná fundinn komu eftirtaldir gestir:

Umsjónarmaður fasteigna, Gunnar Jóhann Elísson.
Farið var yfir framkvæmdir sem snúa að íbúðum að Hrannarstíg 18 og Hrannarstíg 28-40, húsnæði að Borgarbraut 16 og Grundargötu 30.
Kristín Halla Haraldsdóttir kom einnig inn á fundinn undir yfirferð á málefnum samkomuhúss og tjaldsvæðis.

Valgeir Þór Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og slökkviliðsstjóri.
Farið var yfir framkvæmdir við innréttingu áhaldahúss, sem flutti alfarið í húsnæði að Nesvegi 19 fyrr á árinu. Farið var yfir nauðsynlega endurnýjun tækja og verkfæra, yfir fráveitumál og þarfir slökkviliðs.

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri.
Farið var yfir framkvæmdir við húsnæði leikskóla og leikskólalóð á þessu ári og yfir nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald á komandi fjárhagsári.
Einnig rætt við Önnu um starfsemi leikskólans á Covid-tímum, reynslu og lærdóm. Bæjarráð færir Önnu og starfsfólki leikskólans þakkir fyrir starf þeirra á krefjandi tímum.

Unnið verður að því að kostnaðarmeta frekar einstaka liði. Auk þess munu forstöðumenn forgangsraða þar sem þess er þörf.

Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna á fundinn og yfirferð undir þessum lið.


2.Leikskólinn - Breyting á stöðugildum

Málsnúmer 2010012Vakta málsnúmer

Framhald umræðu frá síðasta bæjarráðsfundi.
Anna Rafnsdóttir var gestur undir þessum lið fundarins.
Málið er í vinnslu, samhliða skoðun launaáætlunar og frekari vinnu vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021.

3.Jafnlaunavottun - tilboð Attentus í ráðgjafarvinnu

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð Attentus í vinnu við undirbúning jafnlaunavottunar hjá Grundarfjarðarbæ. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fylgjast að í þessari vinnu.

Tilboðið samþykkt samhljóða.

4.Minjastofnun Íslands - Auglýstir styrkir úr húsafriðunarsjóði 2021

Málsnúmer 2010032Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri hafði lagt inn fyrirspurn hjá Minjastofnun um fyrirkomulag styrkveitinga með hliðsjón af möguleikum á styrk til breytinga á samkomuhúsi Grundarfjarðar, einkum gluggasetningu á norðurhlið.

Lögð fram til kynningar tölvupóstsamskipti þar um. Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar, en verkefnið kemur þó ekki til framkvæmda á komandi fjárhagsári.

5.Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Ágóðahlutagreiðsla 2020

Málsnúmer 2010029Vakta málsnúmer

Ágóðahlutur Grundarfjarðarbæjar árið 2020 úr Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands er 586.600 kr.

Lagt fram til kynningar.

6.Motus - Innheimtuárangur á tímum COVID-19 - Lykiltöluskýrsla Motus 2020

Málsnúmer 2010019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:19.