Lagt fram erindi leikskólastjóra sem óskar eftir 15% viðbótarstöðugildi vegna mönnunar á deildir. Erindið er lagt fram í samræmi við fyrri bókun bæjarráðs varðandi breytingar á stöðugildum.
Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðugildi og yfirlit yfir starfsmannaþörf miðað við fjölda barna á leikskólanum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins sem verður til nánari umræðu á fundi með leikskólastjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Anna Rafnsdóttir var gestur undir þessum lið fundarins. Málið er í vinnslu, samhliða skoðun launaáætlunar og frekari vinnu vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðugildi og yfirlit yfir starfsmannaþörf miðað við fjölda barna á leikskólanum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins sem verður til nánari umræðu á fundi með leikskólastjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Samþykkt samhljóða.