535. fundur 26. ágúst 2019 kl. 15:00 - 23:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) varaformaður
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Varaformaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Málsnúmer 1908013Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram frá skólastjóra um breytt fyrirkomulag tónlistarnáms (kennslustunda) hjá yngstu nemendunum.

Samþykkt samhljóða. Gjaldskrá verður breytt til samræmis við þetta.

2.Jafnréttisstofa - Boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1907019Vakta málsnúmer

Viðbótarupplýsingar lagðar fram vegna landsfundarins.

3.Félagsmálaráðuneytið - Aðgerðir til að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni

Málsnúmer 1908006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skotfélag Snæf. - Um skotsvæðið og fyrirhugað stórmót

Málsnúmer 1908020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi formanns Skotfélags Snæfellsness frá 30. júlí sl. þar sem óskað er eftir samtali við bæjarstjórn um framtíðarhugmyndir um skotsvæðið og mögulegt stórmót.
Samþykkt að bjóða fulltrúum Skotfélagsins á fund bæjarráðs.
Jafnframt samþykkt að bjóða fulltrúum annarra íþróttafélaga til fundar við bæjarráð.

5.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og árshlutareikningur

Málsnúmer 1908014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Stefna Grundarfjarðarbæjar vegna eineltis, áreitni og ofbeldis

Málsnúmer 1908017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis sem til mótunar er, í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Samkvæmt lögunum þarf Grundarfjarðarbær að staðfesta slíka stefnu og gildir hún fyrir allar stofnanir og starfsfólk bæjarins.
Til stendur að kynna drögin fyrir starfsfólki bæjarins og að skipa öryggisnefnd úr hópi starfsmanna.
Í tengslum við þetta verður unnið að gerð áhættumats, með aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins Attentus.
Vinnunni á að ljúka á næstu 2-3 mánuðum.

7.Þingsál.till. um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033

Málsnúmer 1908018Vakta málsnúmer

Tillaga til þingsályktunar, sem kynnt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, lögð fram til kynningar. Tillagan verður m.a. rædd á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. sept. nk.
Farið var yfir efnisþætti tillögunnar og hún rædd. Bæjarstjóra falið að ganga frá umsögn bæjarráðs í samráðsgátt.

8.Skipulagsmál á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1908009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð unnin af SSV fyrir stjórn Byggðasamlags Snæfellinga um samstarf í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu. Bæjarráð er, sem fyrr, hlynnt samstarfi um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi og að unnin verði nauðsynleg undirbúningsvinna.

9.Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Kærunefnd útboðsmála

Málsnúmer 1908001Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Kærunefndar útboðsmála frá 16.08.2019 um þann lið kæru sem snýr að stöðvun samningsgerðar.
Í úrskurðinum var kröfu kæranda um að samningsgerð verði stöðvuð um stundarsakir hafnað.

10.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

11.Malbik 2019

Málsnúmer 1903039Vakta málsnúmer

Tillaga um viðbót við fyrri ákvarðanir um malbiksframkvæmdir, þ.e. stangarstökksatrennubraut á íþróttavelli, gangstéttarbút við Sólvelli 2 og viðgerð á kafla á Sólvöllum.

Samþykkt samhljóða.

12.Grundargata, framkvæmdir

Málsnúmer 1711013Vakta málsnúmer

Farið var yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að ljúka nauðsynlegum frágangi innanverðrar Grundargötu í tengslum við framkvæmdir sem hófust í kjölfar strenglagningar RARIK 2017. Skoðað verður nánar með frágang við sunnanverða götuna og samhliða rætt við íbúa götunnar.

13.Leikskólinn Sólvellir - Frekari opnun leikskóla yfir sumartíma

Málsnúmer 1903038Vakta málsnúmer

Vísað er í tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrr á árinu um að skoða möguleika á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að meta þann kostnað sem því fylgdi.

Bæjarráð óskar eftir því að kannaður verði áhugi foreldra leikskólabarna til þeirrar hugmyndar sem felst í framlagðri tillögu, þ.e. hvort og hvernig foreldrar myndu nýta sér aukna sumaropnun ef hún stæði til boða.

Samþykkt samhljóða.

14.UMFG - forgangsröðun og áherslur í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 1908010Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr stjórn UMFG voru boðnir velkomnir á fundinn.

Bæjarráð bauð stjórn til samtals til að leiða fram þarfir, óskir og áherslur sem byggt verði á við áætlanagerð næstu ára, einkum varðandi mannvirki og aðstöðu, en einnig annað samstarf. Umræðan er m.a. hluti af stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem hafin er og er hér um að ræða upphaf slíks samtals.

Rætt var opið um aðstöðu og þarfir, verkefni ungmennafélags og bæjar.
Ákveðið að fulltrúar UMFG taki þátt í frekara samtali um þetta með fulltrúum bæjarins og fleiri hagsmunaaðilum. Óskað er eftir að UMFG tilnefni 2 fulltrúa til viðræðna um málefnið, sem verði hluti af stefnumótunarvinnu bæjarins, sem nú er verið að skipuleggja.

Fulltrúum UMFG var þakkað fyrir komuna og samtalið.

Gestir

  • Ragnar Smári Guðmundsson úr stjórn UMFG
  • Tómas Freyr Kristjánsson úr stjórn UMFG
  • Halldóra Hjörleifsdóttur úr stjórn UMFG
  • Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG

15.RSK - Álagningarskrá einstaklinga 2019

Málsnúmer 1908019Vakta málsnúmer

Rædd voru samskipti við RSK um álagningarskrá einstaklinga 2019 (tekjuárið 2018).
Í bókun síðasta bæjarráðsfundar kom fram að bæjarráð myndi yfirfara álagningarskrá einstaklinga 2019. RSK hefur hafnað ósk um að bæjarstjórn fái sjálfstæðan aðgang að álagningarskránni.
Bæjarstjóri lagði fram drög að formlegri beiðni, sem send verður til RSK, um að fá álagningarskrána afhenta.
Bæjarráð áréttar að útsvarið er stærsti og veigamesti tekjustofn Grundarfjarðarbæjar. Aðgangur að álagningarskrá er eðlileg forsenda fyrir því að sveitarstjórn geti fylgst með þróun útsvarsgreiðslna, sem RSK sér um að leggja á og innheimta fyrir sveitarfélögin.

16.Berghildur Pálmadóttir - afsögn úr félagsmálanefnd

Málsnúmer 1908015Vakta málsnúmer

Lögð fram afsögn Berghildar Pálmadóttur úr félagsmálanefnd Snæfellinga frá 1. okt. nk. vegna flutninga úr sveitarfélaginu.
Afsögnin er móttekin og Berghildi þökkuð fyrir góð störf í nefndinni.

Gengið verður frá kosningu fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd á Snæfellsnesi, í stað Berghildar Pálmadóttur, á næsta bæjarstjórnarfundi.

17.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júlí 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 8,3% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 23:00.