Rædd voru samskipti við RSK um álagningarskrá einstaklinga 2019 (tekjuárið 2018). Í bókun síðasta bæjarráðsfundar kom fram að bæjarráð myndi yfirfara álagningarskrá einstaklinga 2019. RSK hefur hafnað ósk um að bæjarstjórn fái sjálfstæðan aðgang að álagningarskránni. Bæjarstjóri lagði fram drög að formlegri beiðni, sem send verður til RSK, um að fá álagningarskrána afhenta. Bæjarráð áréttar að útsvarið er stærsti og veigamesti tekjustofn Grundarfjarðarbæjar. Aðgangur að álagningarskrá er eðlileg forsenda fyrir því að sveitarstjórn geti fylgst með þróun útsvarsgreiðslna, sem RSK sér um að leggja á og innheimta fyrir sveitarfélögin.
Í bókun síðasta bæjarráðsfundar kom fram að bæjarráð myndi yfirfara álagningarskrá einstaklinga 2019. RSK hefur hafnað ósk um að bæjarstjórn fái sjálfstæðan aðgang að álagningarskránni.
Bæjarstjóri lagði fram drög að formlegri beiðni, sem send verður til RSK, um að fá álagningarskrána afhenta.
Bæjarráð áréttar að útsvarið er stærsti og veigamesti tekjustofn Grundarfjarðarbæjar. Aðgangur að álagningarskrá er eðlileg forsenda fyrir því að sveitarstjórn geti fylgst með þróun útsvarsgreiðslna, sem RSK sér um að leggja á og innheimta fyrir sveitarfélögin.